Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 25
Umhverfis jörðina..frh. eyjabátnum var skútukarlinn Jim, sá sem viö hittum hjá Bill. Hann var á leið til Papeete aö kaupa varahluti í vél sína. Og eftir að viö höföum rabbað saman eina kvöldstund, bauð hann mér aftur aö sigla meö sér og nú í nokkrar vikur á milli eyjanna þarna. Þetta var of gott boö til aö neita því. Og þegar stelpurnar stöppuöu líka í mig stálinu, sló ég til og breytti flugmiöanum. Seinkaði flugi um 3 vikur. Viö Anna og Gauja leigöum okkur bíl og keyröum í kringum Tahiti á einum eftirmiödegi. Og þaö varö síðasta ferö okkar saman á þessarri heimsreisu. Þærflugu um kvöldiö áfram til Los Angeles, en ég sigldi til baka til Raiatea. Snögg ákvöröun þaö. Reyndar varö aldrei af því aö ég notaði miðann til L.A., því ég eyddi næsta einum og hálfa mánuðinum í siglingar og eyjaskoöun í Frönsku Polynesíu og síöan var siglt í vestur. Gauja fór fljótlega heim til íslands eftir komuna til Ameríku, en Anna átti eftir aö búa þar í ein tvö ár, áöur en hún flutti heim. SKÚTULÍF Frá Raiatea sigldum viö aö tveim dögum liönum til næstu eyja, TAHAA, sem liggur innan sama rifs og Raiatea og síðan til BORA BORA-eyjar. Góður byr og bestu skilyrði. Meö í för voru, auk Jims, skötuhjúin þýsku, þau Irene og Manfred og Minou hin franska, en hún haföi fengið far meö Jim frá Hawaii og ætlaði aö fara aö vinna á Tahiti. Bora Bora þykir fegurst eyja í þessum eyjaklasa og þar vorum viö í 5 daga. Eyjan er ekki stór og er aö stærstum hluta hrikalegt og sérkennilega lagað fjall. [ kringum hana er kristaltært lón, blátt eða blágrænt eftir dýpt og fallegar hvítar sandstrendur. Útifyrir ver kóralrifiö svo alla dýröina og seglskúturnar á bátalæginu fyrir öldum úthafsins. Ég puttaðist í kringum eyna einn daginn, en lék annars baðstrandarbleiðu meö hinum túristunum, en af þeim er nóg þarna. Bora Bora hefur vegna feguröar sinnar oröið fórnarlamb stóru hótelanna og ríkir ameríkanar eru betur séöir en peningalitlir bakpæklingar! Þaö fann maður á viömóti íbúanna. Jim ætlaöi aö sigla eftir nokkrar vikur áfram til Samóa-eyja, og vantaði mann í áhöfn. Eftir feröina til Bora Bora bauð hann mér plássiö og eftir miklar umþenkingar varö það úr aö ég skrifaði mömmu og pabba og sagðist enn einu sinni hafa breytt öllum mínum feröaplönum. Flutti um borö í Toloa og gerðist alvöru skútukerling. Þegar maöur er einusinni kominn um borö í seglskútu er lítill vandi aö fá far meö öörum. Skipperarnir eru allir í radíósambandi sín á milli og Skútan Toloa og „skipper“ Jim í bátahöfninni á Raiatea. þekkjast meira og minna eftir að hafa legiö á sama lægi einhversstaðar, einhverntíman. Skútuheimurinn er ekki svo stór. Næsta einn og hálfa mánuðinn höföum viö bækistöö á Raiatea. Ég vann á Toloa viö viöhald og málun milli þess sem ég fékk far meö kunningjum á öörum skútum milli eyjanna. Lærdómsríkt var aö kynnast öllum gerðum af skútum, frá litlu Tolou til 25 m. fljótandi lúxus villa. Eftir þau kynni var ég mjög sátt viö aö sigla á Tolou. Þar sem viö vorum bara tvö fékk ég betri kennslu í aö sigla og gera staöarákvöröun (navigera), og auk þess var miklu minna aö gera viö eldamennsku og þrif! Þar voru engin rafmagnstæki, sem eru þess valdandi aö stóru skúturnar veröa aö keyra mikiö á vélarafli til aö hlaða rafhlööurnar. Seglin voru hífö meö handafli, og staðarákvörðun gerö meö sexkantinum. Litlu skúturnar eru líka miklu hreyfanlegri en þær stóru, sem víöa komast ekki inn í lónin, þar sem þær rista of djúpt. - Og markmiðið meö ferðinni var einmitt aö koma viö á hverri eyju sem á leið okkar yröi, og helst þeim eyjum þar sem aldrei sæust feröamenn, nema þeir fáu sem koma á litlum seglskútum. Eöa á óbyggöum eyjum, „þar sem stórir hnetukrabbar lifa og hægt er aö tína risahumra af rifinu eins og ber“! eins og Jim sagöi. Ég varö mér úti um köfunargleraugu, loftrör og sundfit svo ég gæti skoðað litskrúöuga kóralla og fiska þegar mér sýndist og á Tahiti fékk ég aftur gítar. - Gamalt hræ, sem ég fékk lánaðan hjá þýskum ferðalangi, gegn því aö skila honum þegar ég kæmi heim! Og eftir aö ég haföi gert hann upp var hann vel nothæfur. - Ég þóttist nú óöum vera að verða ferðbúin til langsiglingar. Um borö var nóg af bókum og þaö var gaman aö skeggræöa viö Jim. Svo ég kveið ekki siglingunni, - sem nánar verður lýst í næsta blaði. Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.