Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 30

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 30
Frá íþróttadeild U.M.F.B. Starfið í vetur er búið að vera mjög líflegt og skemmtilegt í vetur. Þar er fyrst að nefna frjálsíþróttaæfingarnar sem Guðrún Bára Skúladóttir tók við stjórninni á í býrjun febrúar, en krakkarnir hafa verið upp undir 20 á yngri æfingunum en 10-15 á þeim eldri. Körfuboltinn er búinn að vera alveg á fullu í vetur. Við erum með þrjú lið í Hsk. mótunum, karlalið í Héraðsmótinu og bæði stelpu og strákalið í unglingakeppninni. Það hafa kannski ekki verið margir og glæsilegir sigrar, en það er sérstaklega mikilvægt fyrir unglingana að fá að taka þátt í þessari keppni og reyna sig. Þetta hafa verið þó nokkrar ferði í aðrar sveitir að keppa og þá hafa þau í flestum tilfellum verið að keppa í íþróttahúsum þar sem er eðlileg stærð á körfuboltavellinum og fólk getur rétt ímyndað sér aðstöðumunin sem er farinn að há þessum krökkum. Þjálfari krakkanna í körfuboltanum er Guðbrandur Stefánsson nemandi í ÍKÍ. Guðbrandur kemur úr Keflavík, en þangað var farið með krakkana í skemmtiferð í vetur. Fyrst var tekin æfing í íþróttahúsinu og síðan fengu þau að sjá tvo leiki, fyrst kvennaleik ÍBK-Grindavík og síðan karlaleik ÍBK-Haukar. Þessi ferð tókst í alla staði mjög vel og fær Guðbrandur bestu þakkir fyrir. Þegar körfuboltakeppni unglinganna lauk, tóku við æfingar fyrir 11-13 ára krakka. Þau kepptu síðan í fjögurrafélagamóti á Laugarvatni þar sem leikar fóru þannig að í 1. sæti Umf. Hvöt 2. sæti Umf.Laugdæla 3. sæti Umf. Bisk. og í 4. sæti Umf. Hrunamanna. Borðtennisinn er búinn að vera áberandi nú seinni part vetrar, en krakkarnir hafa staðið sig svo frábærlega bæði á íslandsmótinu og Hsk. mótinu. Skólinn og íþróttadeildin höfðu samstarf um borðtennisdaga í Aratungu eina helgi í vetur. Þar gátu krakkarnir komið og æft borðtennis í nokkra tíma á föstudegi og laugardegi undir leiðsögn Sigurðar Guðmundssonar kennara og síðan var haldið mót á sunnudeginum. Þetta tókst í alla staði mjög vel.íslandsmótið í borðtennis var haldið í Laugardalshöllinni helgina 27.-28. mars. Þangað fóru tólf krakkar frá Umf. Bisk. ásamt fleirri krökkum úr öðrum félögum og kepptu fyrir hönd Hsk. Okkar fólk stóð sig glæsilega. Tvíliðaleikur sveina 15 ára og yngri Einliðaleikur 12-13 ára 1. sæti Ingimar Ari Jensson og Þorvaldur Skúli Pálsson 2. sæti Ólafur Lýður Ragnarsson 2. sæti Axel Sæland og Guðni Páll Sæland Einliðaleikur 11 ára og yngri Einliðaleikur 14-15 ára 2. sæti Georg Kári Hilmarsson 1. sæti Einar Páll Mímisson 3. sæti Bóas Kristjánsson 2. sæti Þorvaldur Skúli Pálsson 4. Sæti Hilmar Ragnarsson 3. sæti Magnús Brynjar Guðmundsson Einnig komust Elma Þórðardóttir, og Guðni Páll Sæland í átta manna úrslit í sínum aldursflokki í einliðaleik. Borðtennismót að Flúðum Hsk. mótið í borðtennis var haldið að Flúðum laugardaginn 3. mars. Þar var eingögnu keppt í einliðaleik. Okkarfólk náði mjög góðum árangri, unnu mótið þriðja árið í röð. Arangur þeirra sem náðu í eitthvað afsex efstu sœtunum var sem hér segir: 14-15 ára 1. Þorvaldur Skúli Pálsson 2. Magnús Brynjar Guðmundsson 5-6. Sigurjón Njarðarson 14-15 ára 4. Þórey Helgadóttir 12-13 ára 1. Guðni Páll Sæland 2. Ólafur Lýður Ragnarsson 3. Axel Sæland 5-6. Ingimar Ari Jensson 5-6 - Ketill Helgason 11 ára og yngri 1. sæti Georg Kári Hilmarsson 2. - Bóas Kristjánsson 3. - Hilmar Ragnarsson 4. - Óskar Maríus Blomsterberg Sigurliðið á Flúðum. Litli - Bergþór 30

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.