Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 22
Umhverfis jörðina 11. þáttur Ferðasaga í nokkrum þáttum, eftir Geirþrúði Sighvatsdóttur á Miðhúsum. SKÚTUKERLING Á KYRRAHAFI (16/6 - 4/12 83.) Þá var ég komin til TAHITI, lítillar eyju í Kyrrahafinu, sem tilheyrir Frönsku Polynesiu eöa Vindaeyjum (lles Sous le Vent). Franska Polynesia er frönsk nýlenda eins og Nýja Calidonia og inniheldur sex af mörg þúsund eyjum Kyrrahafsins. Þaö haföi alltaf veriö draumur minn að komast til þessarra ævintýraeyja, og annarra á svipuöum slóöum, síðan ég las bókina „Kon Tiki“ eftir Thor Heyerdal sem krakki. Upphaflega ætlaöi ég aöeins að vera tvær vikur á eyjunum og fljúga svo áfram meö þeim Önnu og Gauju til Los Angeles. En ég sá fljótt aö þaö var of stuttur tími, og þessar 2 vikur uröu aö rúmlega 5 mánaöa skútulífi og siglingu „til baka“ til Fiji-eyja, sem liggja noröaustur af Nýja Sjálandi. - Og hér kemur sagan af því. - Þennan fyrsta hálfa mánuö ferðaðist ég milli eyjanna á eyjabátnum, puttaöist í kringum eyjarnar og gisti í tjaldi eða hjá innfæddum fjölskyldum. Eyjar Frönsku Polynesiu eru augnayndi. Fjöllóttar eyjar vaxnar frumskógi og í kringum þær lygn grænblá lón innan viö kóralrifin. Loftslagiö er þægilegt, hlýtt en þó ekki of heitt, vegna sjávargolunnar. Skrautlegir fiskar og kórallar eru í lónunum, blómskrúö og pálmatré á landi og fólkiö er vingjarnlegt. Semsagt heillandi heimur. Ég lenti í Papete. höfuöborg eyjanna. Papete er „frönsk“ borg og ekki sérlega aölaöandi. Ég fékk mér því samdægurs far meö fragtaranum Taporo, Skúryfir bátalœginu íHuahini. Litli - Bergþór 22 ------------- sem sem siglir milli eyjanna Tahiti, Huahini, Raiatea og Bora-Bora og ferðinni var heitiö til HUAHINI. Um borö í bátnum lenti ég á tali viö gamlan amerískan gráskegg, Bill aö nafni, og þaö átti eftir aö hafa nokkur áhrif á framvindu feröalagsins fyrir mig. Hann sagðist búa á eyjunni Raiatea meö þrítugri vinkonu sinni, (sá mig í anda búa meö svona gamlingja!) og bauð mér aö koma í heimsókn til sín þegar ég kæmi þangaö. Hann haföi áöur búiö í 20 ár á Hawaii og siglt um höfin blá á skútu sinni. Síðustu 8 árin meö Georgine um Kyrrahafiö og þá höföu þau fundið út aö hér á Raiatea vildu þau búa. Keyptu land og byggöu hús, og höföu nú búiö hér í 3 ár meö grænmetisgarð, hænsn, svín, og seglskútuna! Um kl. 5 um morguninn komum viö til Huahini. Ég haföi sofið vel um nóttina í svefnpoka mínum á þilfarinu, en vaknaði upp meö vota fætur. Undraðist þaö, því ég haföi ekki orðið vör viö ágjöf um nóttina. - Þar til mér var litið upp að veggnum og sá allar lænurnar þaðan. - „Karlaklósettiö" auðvitað! Bannsettir dónarnir, þegar ekkert var hægara en labba yfir aö borðstokknum og spræna beint í sjóinn. - Og svefnpokinn hlandblautur í orösins fyllstu merkingu. Minn fyrsti dagur á rómantískri Kyrrahafseyju fór því í aö setja svefnpokann í sjóbaö og þvo hann svo undir vatnspóstinum í þorpinu! Mikiö verk, og mér var gert Ijóst aö þaö væri vatnsskortur á eyjunni! Klósett og sturtur lokaöar vegna vatnsleysis. Heppin aö það skyldi þó vera vatn í þessum krana! Ég sló tjaldi mínu upp hjá öðrum tjöldum í lítilli kókosplantekru viö ströndina. Fyrstu tvo dagana á Huahini lék ég „beach bum“, eöa baöstrandarbleiöu eins og þaö útleggst á íslensku. Sleikti sólina og geröi mest lítið. Þriöja daginn ákvaö ég aö hrista af mér slenið, vaknaði snemma og lagöi af staö í göngutúr í kringum eyjuna. Ég var ekki komin langt, þegar fór aö rigna. Og þegar ég heyröi í bíl rétti ég af gömlum vana út þumalinn og bíllinn stoppaði. Þar var kominn Ameríkaninn Richard, sem vann þarna á rannsóknarstöð, (sem m.a. fylgist með hreifingum jaröar) og hann var á leið heim til sín. En þaö var sunnudagur, frídagur hjá honum, svo hann bauð mér bara í bíltúr í kringum eyjuna. Þar fékk ég fyrsta flokks leiösögn þann einn og hálfan tíma

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.