Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 24
Umhverfis jörðina..frh. auðvitað að sjá! Ég lagði því af stað á puttanum ásamt þýska parinu Irene og Manfred, að rótum fjallsins. Það reyndist enginn breiðvegur þangað upp, svo við villtumst fljótlega. Og þegar gerði hellidembu á okkur, ákváðum við að snúa við. Meðan við biðum eftir fari til baka niðri á þjóðveginum, lentum við á tali við innfædda konu. Hún bjó á næsta bæ og þegar hún heyrði af hrakförum okkar, bauð hún okkur að gista. Hún gæti sent einhvern með okkur næsta dag! Við þáðum auðvitað gott boð, og dvöldum hjá fjölskyldu hennar í góðu yfirlæti um nóttina. En daginn eftir var sunnudagur, sem Polynesar halda mjög heilagan. Það voru því ýmis vandkvæði á því að klífa fjallið þann daginn, og í staðinn stungu þau upp á því að við kæmum með þeim í kirkju. Jú, jú, við vorum til í það. En ekki gátum við farið í þeim druslum sem við stóðum í, svo það var tekið til við að dressa okkur upp. Mig í rauðrósóttan jómfrúarkjól og bláa plastskó, Irene í mittislausan kjól og fjólubláa plastskó og Manfred í nælonskyrtu, svartar pressaðar buxur og blankskó! Föt vantaði þessa fjölskyldu ekki. Og þannig uppábúin héldum við til kirkju með dætrunum fjórum. Okkur var vísað til sætis á fremsta bekk, - greinilega fjölskylda í fremstu röð, - kynnt fyrir presti og öðru Tilbúnar til kirkjuferðar. Frá vinstri: Carole, Irene, undirrituð, Leonilde og Caroline. safnaðarfólki. Eftirá var okkur sagt að presturinn hefði lagt útaf veru okkar þarna. Fólk gæti séð að við kæmum langt að, en samt værum við kristin eins og þau og sæktum kirkju á sunnudögum (í okkar fínasta pússil). Allt fólk á jörðu væru jafningjar. Okkur var sagt að við værum fyrsta hvíta fólkið, sem hefði sótt þessa kirkju og stelpurnar voru greinilega mjög hreyknar af okkur! Daginn eftir fylgdu þrjár dætranna okkur svo uppá fjallið, og við sáum að við hefðum aldrei fundið nein blóm án þeirra hjálpar. Við túristarnir létum okkur nægja að tína eitt blóm hvert og taka myndir. En stelpurnar tíndu pokafylli af blómum og þegar niður Tvíburarnir Carol og Caroline með blómið helga, Tiare Apethae. Sagt er að krónublöðin séu fimm fingur óhamingusamrar prinsessu, sem ekkifékk að eiga prinsinn sinn frá nœstu eyju. kom, voru þær fljótar að hverfa. Hafa sennilega farið beint á markaðinn og selt blómin, því það þykir mjög fínt ef yngismeyjar bera þetta blóm á bak við eyrað. Og ungir menn vilja gefa þónokkuð fyrir að komast yfir eintak fyrir kærustur sínar (þó flestir séu of latir til að klifra upp eftir því sjálfir!) Við þrjú urðum hinsvegar eftir hjá húsmóðurinni, það var ekki við annað komandi en að við borðuðum kvöldmat og gistum þar aðra nótt. Bóndi hafði farið út að fiska kvöldið áður og komið heim með fullt af fiski og fötu af rækjum. Og það yrðum við að smakka. Og eins og annað sem á borð var borið fyrir okkur þarna hjá Hutia-fjölskyldunni, var þetta hið mesta lostæti. Daginn eftir puttuðumst við um eyna og héldum svo tilbaka til Uturoa („höfuðborgar" eyjarinnar), því ég var á leið til Tahiti að hitta Önnu og Gauju og fljúga, - að því er ég hélt, - með þeim áfram til U.S.A. En þá hittist svo á, að samferða mér á Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.