Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 29
Frá íþróttadeild U.M.F.B.
AÖalfundur íþróttadeildarinnar var haldinn í Aratungu föstudaginn 5. mars og var ágœtlega sóttur.
Tveir stjórnarmenn létu af störfum , en það voru Gústaf Sœland en hann er búinn að vera gjaldkeri deilarinnar frá
upphafi og einnig hcetti Þórarinn Þoifinnsson sem ritari en þeirfá bestu þakkirfyrir vel unnin störf.
Nýttfólk var kosið í þeirra stað en það voru Þórður Halldórsson Akri sem gjaldkeri og Matthildur Róbertsdóttir
Laugarási sem ritari og bjóðum við þau velkomin til starfa. Einnig var kosið í hinar ýmsu nefndir sem starfa í
deildinni. Einnig fengu fulltrúar hinna ýmsu íþróttagreina viðurkenningu, en það voru Tómas Grétar Gunnarsson sem
frjálsíþróttamaður, Þorvaldur Skúli Jensson sem körfuboltamaður, Einar Páll Mímisson sem fótboltamaður og
Georg Kári Hilmarsson sem Borðtennismaður. A fundinum voru kjörin íþróttakona og íþróttamaður ársin, en það
hlutu þau Þórhildur Oddsdóttir og Tómas Grétar Gunnarsson.
Þórhildur er frjálsíþróttakona og keppir aðallega í stökkum og hlaupum. Þórhildur keppti á báðum innanfélags-
mótunum hjá okkur og einnig var hún dugleg við að vinna sínufélagi stig á þriggjafélagamótunum, bœði innanhúss og
utan.
Sínum besta árangri náði Þórhildur á Iþróttahátið Hsk í sumar, en þar varð hún Skarphéðinsmeistari í hástökki
stelpna. Hún stökk 1.30m. Við óskum Þórhildi til hamingju með þennan árangur.
Tómas Grétar er fjölhæfur frjálsíþróttamaður og liefur œft frjálsar frá því hann var ungur. Hann hefur alltafverið
samviskusamur og áhugasamur á œfingum.
Tómas hefur í gegnum árin verið mjög duglegur við að vinna stigfyrir sitt félag, vœði á þriggjafélagamótum og á
Héraðsmótum. Hann var í okkar frábœra unglingaliði sem vann Héraðsmót unglinga 15-18 ára,þriðja árið í röð árið
1992.
Tómas byrjaði árið 1992 á því að setja nýtt íslandsmet í stangarstökki innanhúss íflokki drengja. Hann stökk 3.91m.
Við óskum Tómasi til hamingju með þennan frábœra árangur og óskum honum gcefu og gengis á íþróttabrautinni í
framtíðinni.
Árangur Tómasar 1992
Héraðsmót 15-18 ára. 1.2. að Laugarlandi
Þrístökk án atr. 7,77 m. 5. sæti
Hástökk án at 1,35 m. 2. -
Hástökk 1,85 m. 1. -
St.st. (Laugarv.) 3,70 m. 1. -
Héraðsmót fullorðinna. 8.2. að Laugarvatni
Hástökk 1,70 m. 5. sæti
Stangarstökk 3,91 m. 3. - ísl, met
Meistaram. ísl. 15-18 ára 7. 3. í Reykjavík
Hástökk 1,70 m. 3. sæti
Stangarstökk 3,75 m. 1. -
M. í. 22 ára og vngri 22.3. í Reykjavík
Stangarstökk 3,80 m. 3. sæti
M. í. aðalhl. 14.-15.3. í Reykjavík
Hástökk 1,85 m. 5. sæti
Stangarstökk 3,80 m. 2. -
M. í. aðalhl. 14.6. að Varmá
Tugþraut 5172 stig 6. sæti
Iþr. hátíð HSK 27.-28.6. að Self. fl. drengja
Hástökk 1,80 m 2. sæti
Stangarstökk 3,80 m. 1. -
Spjótkast 43,44 m. 1. -
110 m. gr. hl. 16,5 sek 1. -
M. í. 22 ára og yngri 18.-19.7. á Húsavík
Hástökk 1,85 m 3. sæti
Spjótkast 42,88 m. 5. -
110 m. gr. hl. 7,9 sek 3. -
M. I. 15-18 ára 25.-26.7. á Höfn
Hástökk 1,80 m. 2. sæti
Stangarstökk 3,30 m. 2. -
Spjótkast 40,90 m. 5. -
110 m. gr. hl. 18,2 sek 5. -
Fyrirbikarmót 11.8. að Varmá
Spjótkast 44,12 m. 4. sæti
Bikarkeppni ísl. 2.-3. 9. í Reykjavík
Tugþraut 4237 stig 10. sæti
77/ hœgri:
Einar Páll
Mímisson,
fótholtamaður
°8
Islandsmeistari
14-15 ára
í einliðaleik
í borðtennis.
Þorvaldur Skúli, körfuholtamaður,
Tómas Grétar, frjálsíþróttamaður,
Þórhildur Oddsdóttir, íþróttakona,
Georg Kári Hilmarsson horðtennismaður.
Litli - Bergþór 29