Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 7
kaffisamsætis í Aratungu. Nú hefur verið stofnað félag aldraðra sem heldur eigin samverustundir í Bergholti. Við hðfum þó ekki alveg viljað sleppa hendinni af öldruðum og bjóðum árlega til skemmtiferða. Biskupstungnahreppur hefur greitt rútukostnaðinn s.l. 2 ár, en Kvenfélagið boðið ferðalöngum í veislukaffi í ferðinni. Ferðir þessar hafa alltaf verið fjölmennar og mjög skemmtilegar. - (svo sem frá greinir á öðrum stað í blaðinu ) Aðalfundur Kvenfélagsins var haldinn í Bergholti 25. feb. s.l. Stjórn félagsins skipa nú eftirtaldar konur: Formaður Elínborg Sigurðardóttir, Iðu. Gjaldkeri Elín Ásta Skúladóttir, Sólveigarstöðum. Ritari Kristín Ólafsdóttir, Kjóastöðum. Meðstjórnendur eru Margrét Baldursdóttir Króki, sem jafnframt er varaformaður og Sigríður Egilsdóttir, Vatnsleysu. í varastjórn eru Guðrún Ólafsdóttir, Vesturbyggð og Kristín Sigurðardóttir, Kirkjuholti. Veitingakona er Guðrún Lára Ágústsdóttir, Brattholti og með henni starfa Sigríður Egilsdóttir, Sigrún Reynisdóttir og Ingibjörg Bjarnadóttir. í fjáröflunarnefnd eru: Anna S. Björnsdóttir, Karitas Melstað, Karitas Óskarsdóttir og Sigurlaug Sigurmundsdóttir. Auk þessara eru aðrar nefndir sem of langt væri að telja upp hér. 45 konur voru í félaginu um síðustu áramót og þar af eru 8 heiðursfélagar. Kvenfélagið hefur haft að leiðarljósi að vera fremur en að sýnast. í kvenfélögum eru rætur margra framfara sem orðið hafa í íslensku samfélagi. Ég ber þá von í brjósti að starf Kvenfélags Biskupstungna megi vaxa og blómsta um ókomin ár. Elínborg Sigurðardóttir, formaður. A faralds fæti Kvenfélag Biskupstungna hefur um áraraðir staðið fyrir eins dags skemmtiferðum með öldruðum sveitungum síðsumars. Farið hefur verið vítt og breitt um svæðið frá Borgarfirði að Þórsmörk. Mig langar að gefa lesendum örlitla innsýn í síðustu tvær ferðir. Þegar fór að líða að hausti ársins 1991 var farið að leggja drög að ferðalagi aldraðra, en þeir höfðu fyrr um sumarið tekið á móti hópi aldraðra úr Gerðubergi í Rvk. Leitað var eftir stuðningi til Biskupstungnahrepps um greiðslu á rútukostnaði og var vel tekið í þá beiðni. Ferðalag til Reykjavíkur var ákveðið hinn 30.sept. og lögðu 25 ferðalangar af stað um hádegið frá Reykholti og lá leiðin í Útvarpshúsið við Efstaleiti. Þar tók hinn kunni útvarpsmaður Pétur Pétursson á móti hópnum og fór hann á kostum. Því næst bauð Kvenfélagið upp á veislukaffi í Perlunni. Perlan snerist heilan hring með hópinn, sem naut útsýnisins meðan á kaffidrykkjunni stóð. Þegar allir voru mettir, var haldið af stað í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og skoðuð altarismynd Baltasar. Síðan var haldið í Menningarmiðstöðina við Gerðuberg. Hópnum var boðið að vera áheyrendur og í klappliði við upptöku á þætti Jónasar Jónassonar, Góðvinafundur í Gerðubergi. Upp úr kl 21 var svo haldið heimleiðis eftir ánægjulegan dag. Það var kominn 12. okt.1992 þegar loksins var farið af stað í næstu skemmtiferð aldraðra. í ferðina sem að þessu sinni var farin á Njáluslóðir fóru 31 ferðalangur. Sögufróður maður, Haraldur Matthíasson á Laugarvatni, var fenginn til leiðsagnar. Ekið var sem leið lá austur á bóginn og út með Fljótshlíðinni. Haraldur fræddi okkur um sögu Njálu og stansað var á merkustu stöðum sögunnar. Við Seljalandsfoss varpaði hann fram eftirfarandi gátu: Að kom ég þar elfan hörð, á varferðum skjótum. Undir vatni, ofan á jörð arka þau þurrum fótum. Á Bergþórshvoli. Haraldur Matthiasson frœðir ferðalangaum Njálshrennu. Þaðan var haldið niður í Landeyjar og bauð Kvenfélagið upp á kaffiveitingar í Njálsbúð. Að lokinni kaffidrykkju var haldið heimleiðis eftir góðan dag. Það sem er sammerkt báðum þessum ferðum, er hinn mikli söngur og gleði sem kætir ferðalanga, gömul lög eru sungin af miklum eldmóði og kastað fram vísum. Sú mikla gleði og þakklæti sem streymir frá þátttakendum, fyllir mann krafti og yljar um hjartaræturnar. Hafið þökk kæru sveitungar fyrir skemmtileg ferðalög. Elínborg Sigurðardóttir, Iðu. Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.