Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 9
Slysavamadeildarfréttir
20. apríl 1993 var haldinn aöalfundur í
Slysavarnasveit og deild Biskupstungna.
Af starfi liðins árs:
Formaður deildar hóf umræöu í fjölmiðlum um
fjölda brunaslysa sem undanfarið hafa verið á
Geysissvæðinu. í framhaldi af þeirri umræðu var girt
utanum Strokk, og hefur það orðið til bóta og
slysum fækkað.
Leitir sem félagsmenn tóku þátt í voru: að í júlí var
leitað flugvélar og farið inn að Hlöðuvöllum, stuttu
eftir áramótin var farið í Bláfjöll og leitað tveggja
ungra manna á vélsleðum og leitað var að fólki á
tveimur jeppum á línuveginum frá Þingvöllum að
Haukadal í febrúar.
Vélsleðaæfing var haldin á Hlöðuvöllum seint á
vetrinum og þangað fóru menn frá deildinni. Sama
dag tróðu menn brautir fyrir gönguskíðafólk í
Haukadal.
Bílar sem fóru ofan í Hvítárvatn voru dregnir
uppúr vatninu með stórvirkum vélum.
Hjalti og Helgi fóru á námskeið sem haldið var í
Saltvík og þar voru kennd viðbrögð við stórslysum
og tók námskeiðið nokkurt mið af jarðskjálftum og
að fara um hrunin hús. Til stendur að halda
námskeið með svipuðu sniði fyrir sveitina hér og
yrði það líklega í Saltvík.
Annað námskeið var haldið í Árnesi um
skyndihjálp og á það fóru tveir menn úr Tungunum.
Kosningar:
Fráfarandi formaður deildarinnar Svavar
Sveinsson og gjaldkeri Ólafur Ásbjörnsson gáfu ekki
kost á sér til endurkjörs en stjórnarkjör fór svo að
kosnir voru Jakob Hjaltason formaður, Skúli
Sveinsson meðstjórnandi og Þórarinn Þorfinnsson
var endurkosinn í stjórn. í sveitinni var Hjalti
Ragnarsson endurkosinn formaður og Arne
Jónsson var kosinn varaformaður. Fráfarandi
stjórnarmönnum eru þökkuð vel unnin störf í þágu
félagsins.
Slysavarnanámskeið fyrir barnfóstrur var haldið í
samvinnu við Rauða kross deildir uppsveitanna.
Þátttaka var góð.
Við viljum minna alla á að líta vel í kringum sig og
athuga hvort ekki eru í nánasta umhverfi þeirra
slysagildrur, sem unnt væri að ráða bót á, því að
best er auðvitað að fyrirbyggja slysin. Við bendum til
dæmis á skurði hálffulla af vatni, heita potta við hús,
á nauðsyn þess að nota reiðhjólahjálma og
Elínfrá Hlíhartúni, Kristínfrá AusturhlíÖ
og Camilla í Asakoti búa sig undir
að bjarga bíl úr Hvítá.
reiðhjálma og fleira mætti sjálfsagt telja.
Að lokum viljum við þakka fyrir allan veittan
stuðning á liðnu starfsári með óskum um farsælt og
slysalaust sumar.
Litli - Bergþór 9