Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 16
Frá hestamannafélaginu Loga Það hefur verið mikil starfsemi á vegum Hestamannafélagsins Loga í vetur. Árshátíðin var haldin í Aratungu 6.mars og tókst í alla staði prýðilega. Fyrsta vetrarmótið var haldið á vellinum við Torfastaði 13.mars . Annað mótið var 3.apríl og síðasta mótið l.maí öll á sama vellinum . Þátttaka var mjög góð 29 keppendur á fyrsta mótinu , en ekki hélst sú tala allan tíman því eitthvað voru þátttakendur færri á síðasta vetrarmótinu . í apríl var fræðslufundur á vegum Hestamannafélagsins í skólanum . Rósmary þorleifsdóttir mætti þar og fræddi okkur um þjálfun keppnishrossa og sýningar. Sýndar voru myndirfrá Spánska reiðskólanum í Vín og myndir frá vertarmótinu í apríl. Páskaútreiðin var farin laugardaginn fyrir páska . Hittumst við við Hrísholt og þágum hressingu í boði Hestamannafélagsins. Reiðnámskeið var á Torfastöðum í apríl og maí. Kennari var Rósmary þorleifsdóttir. Þátttaka var góð og passaði í tvo hópa og verður það að teljast gott á vetrarnámskeiði. Ekki er hægt að hafa vetrarnámskeið nema hafa góða aðstöðu og mæddi mikið á Torfastaðahjónum að hýsa og fæða bæði hesta og menn. Aðalfundurinn var 21 .apríl með hefðbundnu sniði. Æskulýðsárshátíð Hestamannafélaganna á Suðurlandi var í Aratungu 31 .apríl Nokkrir unglingar úr Loga sáu um hana að þessu sinni og stóðu sig mjög vel. Hestamannafélagið auglýsti hópferð á Hestadaga í Reiðhöllinni 7.maí. 36 fóru og skemmtu sér ágætlega á vel heppnaðri sýningu. Hestamannafélagið greiddi fargjaldið í rútuna fyrir börn og unglinga. Eins og sjá má af þessari upptalningu hafa hestamenn ekki verið aðgerðarlausir í vetur. Fullorðinsflokkur: 1. Dropi 7 v. María þórarinsd. Fellskoti, 30 stig 2. Blær 7 v. Líney Kristinsd. Fellskoti, 26 stig 3. Nasi 8 v. Kristinn Antonss. Fellskoti, 21 stig 4. Taktur 6 v. Sigurlína Kristinsd.Fellskoti, 19 stig 5. Högni 10 v. Gyða Vestmann Miðholti 5, 14 stig 6 Flugar 15 v. Friðrik Sigurjóns.Vegatungu,14 stig 7. Gefn 14 v. Ólafur Einarss.Torfastöðum, 11 stig 8. Agni 7 v. Drífa Kristjánsd.Torfastöðum, 6 stig 9. Perla 8 v. Einar P.Sigurðss.Norðurbr., 6 stig 10. Júpíter 6 v. Óttar B.Þráinss.Miklaholti, 6 stig Unglingaflokkur: 1. Töggur 9 v. Fannar Ólafss.Torfastöðum, 27 stig 2. Blær 5 v. Margrét Friðriksd. Brennig., 24 stig. 3. Elding 10 v. Einar P.Mímiss.Norðurbr., 21 stig 4. Ótta 8 v. Birta Karlsd.Torfastöðum, 20 stig 5. Reykur 13 v. Stígur Sæland Stóra-Fljóti, 18 stig Úrslit Vetrarmót Loga 6. Rauður 10 v. Einar Hans Torfastöðum 11 stig 7. Hrímnir 17 v. Bryndís Kristjáns.Borgarh., 9 " 8. Frosti 10 v. Elva B.þráinsd.Miklaholti, 6 " 9. Hilling 9 v. Þórey Helgad.Hrosshaga, 3 " Barnaflokkur Skuggi 22 v. Böðvar Stefánss.Miðholti 5, 28 stig 2. Glaöur 9 v. Kristleifur Jónss.Kistuholt 4,28 stig 3. Kjölvör 7 v. Björt Ólafsd.Torfastöðum, 23 stig 4. Brísi 14 v. Aðalbjörg Aðalsteins.Kjóast.,21 stig 5. Fönn 7 v. Eldur Ólafss.Torfastöðum, 15 stig 6. Jóhanna 11 v. Ólafur L. Ragnarss.Miðholt,13 stig 7. Telja 14 v. Fríða Helgad.Hrosshaga, 6 stig 8. Skuggi 11 v. Bergþóra Bened.Kirkjuholti, 5 stig. Barnaflokkurinn, talið frá vinstri: Böðvar, Kristleifur, Björt, Aðalbjörg, Eldur, Oli Lýður og Bergþóra. A myndina vantar Fríðu. Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.