Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 11
Sœluhúsið í Hvítárnesi. eru þarna veðurtepptir. Ekkert ferðaveður, en þeim tókst að verja tjöldin fyrir snjóþynglsum. Þeir gátu lengi vel ekkert fylgst með hvað hestunum leið, en það kom að því að hætti að snjóa og létti til með harðnandi frosti. Þeir voru svo heppnir að finna alla hesta uppistandandi og var þá hafist handa að búa sig til ferðar á ný. Þá var haldið sem leið liggur gamla Kjalveginn suður í Kjalfell og hér niður í Svartárbuga. Það eru einmitt mennirnir, sem við sáum fyrir okkur í móðu liðinna alda á bakka Svartár. Það er aðeins einn maður nafngreindur í þessari ferð, og er það nafn hans, sem hefur haldið þessu frá gleymsku. Enmaðurinn var enginn annar en séra Jón Steingrímsson, síðar þekktastur undir nafninu Eldklerkur. Þess má geta að leið þessara manna lá austur yfir Jökulfall og niður Hreppamannaafrétt. Að Hamarsholti báðust þeir gistingar. Þeim var vísað þar í útihús, sem var bæði blautt og kalt því þá var komin rigning. Það mætti rifja fleira upp í sambandi við ferð þessara manna, en við látum þetta nægja núna. í Hvítárnesi. Næst er að halda sem leið liggur í Hvítárnes. Við fðrum yfir Svartá á vaði, sem hefur verið farið síðan fyrst varð bílfært hér og styttir leið fyrir þá sem ætla að koma í Hvítárnes. Það var einmitt áætlun okkar að koma þar við. Við nemum staðar á bílastæðinu, sem er skammt frá sæluhúsinu, í blíðskapar veðri og þá er gaman að koma í Hvítárnes. Það kemur margt uppí hugann frá liðnum árum, en fátt af því rifjað upp í þetta sinn. Ég held þó að ég komist ekki hjá því að lýsa umhverfinu með einni af þeim snjöllu erindum, sem skáldið Páll á Hjálmsstöðum gerði þegar hann átti leið umþessar slóðir. En hann segir: Hvítárnesið bjarta breiða, bylgjur vatns í kringum freyða, yfir þig jökuls ennið heiða ódauðleikans birtu slœr. Fegurðar er enginn eyða í allri sköpun þinni. Þú munt lengi lifa í sálu minni. Sæluhúsið hérna í Hvítárnesi er frábrugðið öðrum húsum Ferðafélagsins að útliti. Það minnir svo mikið á fyrri aldar byggingar. Vonandi er að það fái að halda sínu upphaflega útliti. Það var mikið í ráðist að koma þessu húsi upp miðað við allar aðstæður. Hvítá óbrúuð, enginn vegur, allt efni bundið í bagga og flutt á reiðingshestum. Haustið 1929 voru sendir menn til að hlaða veggi, sem enn standa sinn hvoru megin við húsið, og það er gaman að geta þess að þeir fóru með hestvagn til þess að flytja grjót og annað efni í veggjahleðsluna. Það var nýtt að fara með hestvagn upp á Kjalveg, og það var fyrsta farartækið sem fer norður yfirHvítá á hjólum. Sumarið eftir, það er 1930, var húsið smíðað og vel frá gengið, opið ferðamönnum til gistingar. Það er búið að hýsa marga gegnum árin. Hérna austan við sæluhúsið sjást greinilegar tóftir og hafa verið talsvert miklar byggingar. Það sýnir að hér hefur fólk búið. Hvenær og hve lengi veit enginn. Allt horfið í móðu liðinna alda. Á heimleið. Það líður að kvöldi og við kveðjum hér. í þetta sinn er ætlunin að koma við í Fremstaveri og sjá þar nýlega byggt sæluhús. Farið er yfir Svartá á brú við Svartártorfur. Þar sunnan við Svartána má sjá nokkur sumarhús og miklar framkvæmdir í landgræðslu. Það er Lionsklúbburinn Baldur, sem þar er að verki. Áfram er haldið, og áður en varir erum við komin suður að Bláfellshálsinn. Útsýnið er að lokast að baki okkar en framundan er mikið útsýni til suðurs. Við förum gamla veginn niður með Bláfelli. Þegar kemur niður fyrir Hálsgilið fara að koma gróðurblettir, sem aukast eftir að landið lækkar. Þaðheita Skálar. Við komum að vegamótum, til vinstri liggur braut í Fremstaver. Við förum eftir henni og erum brátt komin að sæluhúsinu í Fremstaveri. Það er nýlegt hús, vel smíðað og frágangur allur til sóma. Ótrúlega margt fólk rúmast hér og gott er að gista í því. Óneitanlega myndi húsið njóta sín betur á einhverjum hlýlegri stað. Víkjum nú að öðru. Við erum hérna á gömlu ferðamannaleiðinni. Hún lá austanundir Bláfellinu. Víða sést fyrir götuslóðum enn í dag. Vörður eru flestar hrundar, en þó sjást nokkur merki þeirra á stöku stað. Hér austur af tekur við mikið graslendi og svo lengra inn með fjallinu það sem heitir Miðver. Með öllu fjallinu að austan eru grónir blettir svo víða er hægt að láta hest grípa í jörð. Tvö gil er yfir að Litli - Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.