Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 18
Flutningur biskupsstóls Eftir Skarphéðinn Pétursson. INNGANGUR Þaö hefur veriö viötekin skoðun manna aö flutningur biskupsstóls frá Skálholti til Reykjavíkur hafi stafað af haröæri og jaröskjálfta. En fleira viröist koma til. Sú stjórnmálastefna sem var ríkjandi á þessum árum var upplýsingarstefnan. Hún boðaði meöal annars meiri afskipti og skipanir konungs af innanlandsmálum á íslandi og mikilvægi þess aö hafa öll stærstu stjórnsýsluembætti á einum staö. Þar sem æösti maður konungs hér á landi var stiftamtmaöur meö aðsetur á Bessastööum hlaut þaö aö vera ákjósanlegt aö þessi embætti væru í næsta nágrenni við hann. En vilji stjórnvalda nægði ekki einn sér. Biskupsstóll haföi á þessum árum staöiö í sjö aldir í Skálholti og hlaut því aö standa sterkum rótum á fornum frægöargrunni. Afstaða og skoöun æösta manns kirkjunnar, biskupsins, hlaut aö vega sterkt á móti atkvæöi stjórnvalda. Hins vegar virðist hlutur Hannesar biskups Finnssonar vera gerður minni en efni standa til. Víst er aö hann haföi margoft farið fram á flutning frá Skálholti og hann mótmælti ekki úrskuröi konungsbréfsins. Finnast mér því fjórar ástæöur liggja aö baki flutninganna: 1) Haröæri (lægri tekjur). 2) Jaröskjálfti (uppbygging húsa). 3) Vilji stjórnvalda (upplýsingarstefnan og aö ábúendur eigi jarðir sínar). 4) Eigin afstaöa biskups ( vilji til flutninga ?). UNDANFARI FLUTNINGANNA Þaö var áriö 1775 sem Finnur Jónsson biskup í Skálholti, faöir Hannesar, kvaddi hann til þess aö gerast dómkirkjuprestur í Skálholti. Gekk þaö eftir. Ári seinna óskaöi Finnur svo eftir því aö Hannes yröi skipaöur aöstoöarbiskup sinn og tæki biskupsvígslu og fengi fyrirheit um biskupsembættiö í Skálholti eftir sig. Sú varö raunin og var Hannes vígöur til biskups þann 11. maí 1777 og hélt þá um sumarið heim til íslands. Tók hann þegar viö hluta af störfum fööur síns. Ekki er aö merkja annað en aö störfin hafi gengið vel hjá Hannesi fyrsta veturinn í Skálholti og honum hafi líkað starfiö vel. Annaö er hins vegar aö segja um þann húsakost er honum var boðinn. Kemur glöggt fram í skýrslu sem Hannes sendir stjórnarherrum í Kaupmannahöfn í júlí 1779 hve hann var ömurlegur og vægast sagt ekki biskupi bjóöandi. Sú lýsing er fengin úr svonefndum "seperations-act" frá 1767, en hún var skráö þegar skil voru gerö milli skóla og stóls. Af sjö „húsum" á staðnum geta ekki nema tvö talist íbúöarhæf. Þaö eru „biskupsbaöstofan" og „boröstofan". Er biskupsbaöstofunni svo lýst: „A henni eru 8 smáir ogfornir gluggar á öðrum gafli, en þessi stofa er sumpart svo mjó og gluggum þannig fyrir komið, að engin leið er að koma fyrir skilrúmum í stofunni, og annars staðar en á gaflinum verður gluggunum ekki komiðfyrir með því byggingarlagi sem á húsinu er. I þessu langa og mjóa herbergi er enginn ofn. Biskupinn verður að nota það sem svefnherbergi, sem gestastofu, bókaherbergi, skjalageymslu, lestrarstofu og skrifstofu, bœði fyrir sjálfan sig og skrifara sinn ... Alt húsið er byggt úr torfi á votlendum jarðvegi og er enginn grunnur undir húsinu, en tvœr uppsprettur koma upp úrjörðinni og valda þœr svo miklum raka, að ait, sem á góifinu er, skemmist afmyglu. Loks hallast stofuhúsið til muna. “ Meö þessu skjali sendi Hannes biskup bréf til konungs þar sem fram kemur að ráðsmaður skólans hefur fengið öll hús á staðnum nema tvö, þ.e. biskupsbaðstofu og borðstofu til afnota þannig aö húsnæöi var alls ónógt einni skikkanlegri persónu, hvaö þá heilli fjölskyldu. Fer biskup fram á aö hann fái framkvæmdar viðunandi húsabætur eöa hann flytji burt meö biskupssetrið á jörð sem hann eigi sjálfur. En það er fleira en húsnæöiö sem lagðist þungt á hinn nýja biskup. Launamál þeirra feðga voru vægast sagt óviðunandi. Þeim var ætlaður 1/3 af tekjum biskupsstóls, 700 ríkisdalir. Átti biskup sjálfur aö annast innheimtu á tekjum sínum sem voru greiddar meö jaröaafgjöldum og tíundum af ákveönum sýslum. En vegna fjárkláöa og annarra sjúkdóma sem gengu yfir búfé á þessum árum gekk Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.