Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.06.1993, Blaðsíða 17
Vetrargarður í Haukadal Frá ferðamálanefnd Þann 20. mars síðastliðinn gengu um 70 manns á skíðum í Skógræktinni í Haukadal. Veður var mjög gott, sól og logn. Skógurinn skartaði sínu fegursta, jafnfallinn snjór hékk á trjánum og gaf skóginum ævintýralegan blæ. Aðdragandinn að þessari uppákomu var allnokkur. Á síðastliðnu ári var ráðinn til starfa Kristján Eysteinsson í atvinnuþróunarverkefni fyrir uppsveitirnar. Eftir áramót kynnti hann ýmsar hugmyndir, sem hann hafði áhuga á að skoða nánar. Ein þeirra var að reisa „Vetrargarð í Haukadal". þar hefur hann hug á að nýta sér aðstæðurnar, skóginn, Sandfellið,Bjarnarfellið, víðáttuna og nálægðina við Geysissvæðið. Tilgangurinn var að auka nýtingu svæðisins allan ársins hring. Hreppsnefnd Biskupstungna fékk tillögurnar til athugunar og í framhaldi af því var ferðamálanefndinni falið að aðstoða Kristján við að kynna málið í einhverju formi til að byrja með. Tilgangurinn var m.a. að kanna viðbrögð Skógræktarinnar, staðarbúa og almennings. Strax í upphafi var Skógræktinni kynnt málið og umsókn send um afnot af svæðinu til skíðagöngu. Viðbrögð Skógræktarinnar voru framar vonum og tókst hið ágætasta samstarf við Böðvar Guðmundsson skógarvörð. Raunar kom á daginn að Skógræktin var með í undirbúningi gerð göngustíga um skógræktina. Ætlunin hjá þeim er síðan að gera gönguleiðakort, þannig að svæðið verði aðgengilegt almenningi á öllum árstímum. Eftir nokkra bið eftir heppilegum aðstæðum var Geysisgöngunni skellt á áðurnefndan dag og tókst hún framar vonum. Frá göngudeginum. Björgunarsveitin tók þátt í uppákomunni með því að troða göngubrautir. Lítill troðari, sem tengdur var aftan í snjósleða, var notaður til þess. Einnig önnuðust þeir eftirlit á svæðinu. Ekki má gleyma þætti hótelhaldara á staðnum, þeirra Siggu og Más. Þau buðu öllum upp á ókeypis kaffiveitingar á eftir með þessum líka dýrindis Hnallþórum. Ég vil að lokum fyrir hönd aðstandenda þakka öllum, sem aðstoðuðu okkur á einn eða annan hátt við framkvæmdina. Okkar von er sú að Geysisgangan 93 hafi opnað augu fólks á möguleikum svæðisins og sé upphafið á enn frekari aðgerðum þar um slóðir. Sveinn A. Sæland Val í trúnaðarstörf á aðalfundi Umf. Bisk. Stiórn: Margrét Sverrisdóttir, formaÖur. Inga Birna Bragadóttir, ritari. Þórdís Sigfúsdóttir, gjaldkeri. Varamenn: Dröfn Þorvaldsdóttir og Róbert Einar Jensson. Fulltrúar í hókasafnsnefnd: Halla Bjarnadóttir og Pétur Skarphéðinsson. Endurskoðandi: Gylfi Haraldsson.Varamaður: Arnór Karlsson. FuIItrúi í þjóðhátíðarnefnd: Perla Smáradóttir.Varamaður: Jónína Birna Björnsdóttir. Skemmtinefnd: Sigrún Guðjónsdóttir. Dóra Svavarsdóttir. Böðvar Unnarsson. Eva Sœland Varamaður: Þórhildur Oddsdóttir. FuIItrúi í rekstrarnefnd: Margrét Sverrisdóttir.Varamaður: Þórdís Sigfúsdóttir. Utgáfunefnd: Arnór Karlsson. Elín Margrét Hárlaugsdóttir. Drífa Kristjánsdóttir. Geirþrúður Sighvatsdóttir. Pétur Skarphéðinsson.Varamaður: Jens Pétur Jóhannsson. Kolbrún Sœmundsdóttir gafekki kost á endurkjöri í útgáfunefnd, og eru henni þökkuð frábœr störfþar. Elín Margrét Hárlaugsdóttir er boðin velkomin til starfa. F. h. útgáfunefndar. A.K. Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.