Foreldrablaðið - 16.12.1939, Síða 12

Foreldrablaðið - 16.12.1939, Síða 12
12 FORELDRABLAÐIÐ dnðmundur I. Guðjdnsson: Ad er ílls gengis nema heiman hafi Stundum heyrum við, kennarar, og oftast utan að okkur, ýmsar óánægju- raddir foreldra yfir skólavist barna sinna. Ber oft meira á umvöndunum en viðurkenningu á því, er vel takist. Flestar kvartanirnar eru um stjórn- leysi í skólunum og um það, að börnin læri lítið eða ekkert og að þeim sé ekki sett neitt fyrir að læra heima. Sjálfsagt er fyrir kennara að hlýða á aðfinnslur af þessu tagi og gera sér grein fyrir réttmæti þei'rra og sannleiks- gildi. Verður sú rannsókn að fara fram í fullri alvöru og með einurð og viður- kenningu þess manns, sem ekki vill vamm sitt vita í neinu, sem varðar kennslustarf hans. Mín skoðun er, að það, sem við kemur ytri framkomu barna í skóla, hegðun þeirra og siðsemi, mótist mest á heimilunum, og kennararnir séu ekki líklegir til að spilla þeiiui kurt- eisi og góðu framkomu, er börnin hafa vanizt heima. Að vísu eru til menn, sem hafa of litla og lausa stjórn á bekkjum sínum, þótt þeir eigi kosti sem kennarar að öðru leyti og þeim sé þessi galli ósjálfráður og geti ekki bætt úr honum. En skyldi þá ekki nokkuð af sökinni líka liggja hjá heimilunum í lítilsvirðandi umtali þar um kennarann, og í þeim anda, sem varla verður vart t. d. hjá sveitabörnum, að rétt sé að láta illa hjá kennara af því, að hann sé meinlaus eða ólaginn? Hvað sem því líður, verður að stilla í hóf kröfum um það, að skólarnir bæti mjög mikið úr þeim göllum, sem á framkomu barna eru heima og að heiman, þar sem skól- inn tekur ekki við börnunum fyrr en að þeim árum loknum, sem móta aðal- lega skapgerð þeirra, og hefur vitanlega ekki heldur eftirlit með þeim nema nokkrar stundir sólarhringsins. Auðvit- að er það einnig skylda skólanna að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að bæta og fegra framkomu barnanna og alla háttprýði. En í þess- um efnum gera margir foreldrar meiri kröfur til kennaranna en sjálfra sín og ætla þeim að siða og aga börn, sem oft eru að mestu stjórnlaus heima og fara sínu fram. Sem betur fer, eru ekki marg- ir nemendur með þessu markinu brennd- ir, þó munu þeir vera til í öllum aldurs- flokkum stærstu skólanna. Um síðara atriðið, að börnin læri lítið eða ekkert í skólunum og að þeim séu engin verkefni fengin til úrlausnar heima, mætti margt segja. Sé þetta rétt og sprottið af námsáhuga, er nauðsyn að benda kennaranum á það. Þá ~oun ekki standa á honum að setja eins mik- ið fyrir og honum reynist óhætt til þess, að börnin komist vel yfir það. En ég hygg, að hins séu því miður ekki fá dæmi, að latir krakkar og áhugalausir við nám skrökvi því upp og skjóti sér í

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.