Foreldrablaðið - 16.12.1939, Side 27

Foreldrablaðið - 16.12.1939, Side 27
FORELDRABLAÐIÐ 27 undirbúningskennslan meira en áður var fengin skólunum í hendur og fer vel á því. Þar með er þeirri kvöð létt af heimilunum, að annast kennslu barn- anna frá 7—10 ára aldurs, aðeins fræðslan fram að 7 ára aldri hvílir enn á þeim, eins og áður. En hvernig gátu skólarnir nú bezt fullnægt þörfum þessara ungu nemenda? Þessi skipun hafði í för með sér mikla fjölgun í skólunum, en húsrúm var takmarkað. Með því móti að hafa yngri börnin sér í skóla nokkurn hluta ársins og leggja þá sérstaka rækt við þau, var að nokkru leyti bætt úr húsnæðisskortinum. Þetta fyrirkomulag sparar líka kennslu- krafta, því að fleiri kennara þyrfti, ef öll börnin ættu að fá fullan námstíma þá 7 mánuði, sem aðalskólinn starfar. Og að lokum kemur til greina það, sem ef til vill ætti að vera þyngst á metun- um. Nám yngri barnanna krefst annara vinnubragða en nám þeirra eldri, og meginhluti vetrarins, með sínu langa myrkri og sínum hörðu veðrum, er ó- heppilegur fyrir þau vinnubrögð. Námið í vorskólanum. Kennslunni er almennt hagað nokk- uð á annan veg í vorskólanum en ann- ars er algengast. Aðal áherzlan er lögð á móðurmálið og auk þess reikning og átthagafræði. Aðrar námsgreinar er lítið sem ekkert skeytt um. í góðu veðri er mikið verið úti í leikum og gönguferðum. í sambandi við það, eink- um gönguferðir, er lögð áherzla á sumar greinar námsins t. d. átthaga- fræðina. í maí og fyrri hluta júní er gott tækifæri til að skoða ýmsar jurtir. Þær eru athugaðar á gönguferðunum, nytsemi þeirra rædd, og börnin læra að þekkja þær. í fjörunni ber margt fyrir Guðm. Þorsteíasson, gnlkniiðni' Bankastræti I '£ Sínii 4007 Ymsir munir fyrirliggjandi lir gulli og silfri hentugir til .TÓlACrJAEA Líistykk j abúðín HaSnarstræti 11 liifstykki, belti, brjóstliöld, fjölbreytt úrval Til jólagjafa handa konum: Silkisokkar, nærföt, vasaklútar, hanzkar, tösknr, slæður. flanda karimönnnm: Slifsi, bindi, sokkai', vasaveslti hvítir vasa- klútar. Lí f s ty kkj abúðin Hafnarstræti 11

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.