Foreldrablaðið - 01.02.1943, Síða 8

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Síða 8
8 FORELDRABLAÐIÐ -----------------------------— FORELDRABLAÐIÐ er gefið út af Stéttarfélagi barna- kennara í Reykjavík og sent ó- keypis með skólabörnunum heim á heimilin. Ábyrgð og ritstjórn hafa á hendi: Ármann Halldórsson, Jónas B. Jónsson og Siguröur Helgason. V_______________________________, ilin og skólarnir. Ábyrgðinni §r að jafn- aði skellt á þá, er einhver mistök verða. Hér í Reykjavík mætti nefna einn til viðbótar, þann aðilja, sem er líklega ekki áhrifaminnstur, götuna eða félags- skap eftirlitslausra barna. Langar mig að minnast örfáum orðum á hvern þessara aðilja um sig og hlutverk þeirra í upp- eldinu. Á heimilunum dveljast börnin svo að segja eingöngu tvö til þrjú fyrstu æfi- árin. Á þeim árum skapast lífsvenjur, sem ráða miklu um þá þróun, er síðar verður. Það verður aldrei um of brýnt fyrir foreldrum að fylgjast vel með börnum sínum á þessu tímabili. Það er þeim mun auðveldara vegna þess, að það hefur verið nánar rannsakað en nokkurt annað þroskaskeið, sem og vegna þess að foreldrarnir geta haft meiri afskipti af þeim, þar eð þau eru meira tengd heimilinu en síðar verður. Það er einkum tvennt, sem ég vil nefna í þessu sambandi, það er athafnaþörf- in (leikurinn) og félagsþroskinn (sam- bandið við annað fólk). Foreldrar verða helzt að vita, hvað barninu er eðlilegast að hafast að á hverju aldursskeiði og reyna, eftir því sem föng eru á, að sjá barninu fyrir þeim leikskilyrðum, sem nauðsynleg eru, til þess að það fái að njóta sín. Ég get ekki stillt mig um að segja sögu sem dæmi þess, hve örlaga- ríkt skilningsleysi á leikjum barna get- ur orðið síðar í lífi þeirra: Drenghnokki einn á þriðja ári hafði fundið málningardós. Hann tók til að „mála“ þ. e. klíndi málningunni um hús- vegginn. Hann var svo ákaflega hrifinn af þessum afrekum sínum, að hann kall- aði á föður sinn, til þess að láta hann sjá, hve efnilegan son hann ætti. En faðirinn hafði allt aðra skoðun á þess- um verknaði. Hann tók son sinn og rass- skellti hann duglega fyrir tiltækið. Æ síðar, þegar þessi maður gerði eitthvað, sem honum þótti vel gert, greip hann áköf sektartilfinning. Honum fannst hann hafa gert eitthvað hræðilega ljótt. Honum var því varnað að finna til þeirr- ar gleði, sem heilbrigðust er: gleði yfir vel unnu starfi. — Þessi saga er enginn tilbúningur. Hún gerðist í veruleikanum. Ég nefndi annað atriði, sem foreldrar ættu að hafa ríkt í huga þegar á fyrstu árunum. Það er afstaða barnsins til annars fólks. Það getur oft valdið mikl- um örðugleikum síðar, ef barnið tengist móðurinni einni. Það er því mjög nauð- synlegt að venja það snemma við af- skipti annarra, stofna þegar á unga aldri til eðlilegra og vingjarnlegra samskipta við umheiminn. Ef þessa tvenns er gætt, verður margt auðveldara síðar, bæði þegar barnið eignast leikfélaga utan heimilis og þeg- ar það tekur að sækja skóla. Auðvitað er fjöldamargt annað, sem kemur til kasta heimilanna, en það eru ekki tök á að ræða allt saman í svona stuttri grein. Auk þess er ýmislegt, sem erfitt

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.