Foreldrablaðið - 01.02.1943, Síða 14
14
FÖRELDRABLAÐIÐ
r
Utivlist barna.
„Hvað ungur nemur, gamall temur,“
segir gamalt máltæki. Venjur, sem tam-
ar verða á bernskudögum, vara oft
langa ævi. Til marks um þetta má nefna,
að þeir, sem vöndust snemma að rísa
árla úr rekkju, héldu þeirri venju með-
an aldur og heilbrigði entist. Lífsvenjur
vaxtarára eiga djúpar rætur í fari
manna. Því veldur miklu, þegar í frum-
bersku, og lengi fram eftir árum, að börn
og unglingar venjist á hófsemi og reglu-
semi í lífi sínu. Það er góður grundvöll-
ur fyrir framtíð þeirra. Hér er ekki átt
við harðstjórn og ófrelsi, því að það skap-
ar ógeð og mótþróa, heldur skulu kröfur
markast af sanngirni og skynsemi.
Greinarkorn þetta á aðeins að vikja
að útivst barna hér í Reykjavík, en ekki
að vera almenn íhugun um hollar lífs-
venjur.
Um allmörg ár hefur farið fram at-
hugun á þessu máli hér, og lögregla
bæjarins látið sig þetta nokkuð skipta.
Hún auglýsti útivistartíma barnanna,
gekk um götur bæjarins og vísaði heim
þeim börnum, sem hún varð vör úti eft-
ir auglýstan tíma. Misjafnlega var þessu
tekið. Sum heimili sýndu þessari starf-
semi óvild og skeytingarleysi. Bar það
því stundum við, að börnin komu á hæla
lögreglunni út úr húsunum.
Svona mun þessu enn farið sumstað-
við þær, sem dýrara verði eru keyptar.
En síðar nýtur það sjálft og þjóðin
ávaxtanna, sem aldrei verða ofmetnir.
Sigurður Thorlacius.
ar. En eftir því sem ég hef haft ástæð-
ur til þess að kynna mér þetta nú í vet-
ur, mun nokkur framför vera. íbúum
þessa bæjar, bæði yngri og eldri, verður
líka að fara að skiljast það, að vandi
er mikill að búa í þéttbýli, miklu meiri
en í strjálbýli, sem við miðaldra fólk
og eldri, ólumst upp i. Ég fer ekki að
telja margt og bera saman, en get þó
aðeins bent á umferðarreglur, sem
verður að hafa og hlýða í borg og bæ, en
lítið snerta strjálbýlið, nema á höfuðveg-
um.
Reykjavík er orðin svo stór bær og
hefur ýmislegt að bjóða, svo að margt
vekur ævintýraþrá og forvitni ung-
menna. Þau fýsir því að dvelja á götum
úti og sjá hið iðandi líf, sem þar
bærist. Veitingakrár og kaffistofur hafa
nú á síðustu 3 árum sprottið upp í bæ
þessum, eins og gorkúlur á haug. Þar er
oft glatt á hjalla og glaumur mikill á
síðkvöldum, og til kl. 11 y2 e. h. er opið.
Bretinn lætur sér nægja til kl. 10 í
heimalandi sínu. Það er eigi furða, þó
að börn og unglinga langi til þess að
forvitnast um, hvað þarna gerist, og
jafnvel að neyta þar einhvers. Stundum
koma börn á þessa staði, vegna þess að
þau hafa verið send til þess að kaupa
bjór eða vindlinga, og er slíkt óhæfa,
ekki sízt seint á kvöldin.
Það er margra manna mál, að fólk í
Reykjavík gangi of seint til náða. Þvi
ber heldur ekki að neita að margt starfs-
fólk, þótt seint gangi til starfa, kl. 9—10,
er gráfölt og geispandi á daginn. Eitt-
hvað er bogið við það. Mun ekki mega