Foreldrablaðið - 01.02.1943, Síða 18
18
FORELDRABLAÐIÐ
„Því læra bðrnín málið, að það er fyrir þeim haft“.
Mikill munur er á málþroska skóla-
skyldra barna í Reykjavík. Óeðlilega stór
hópur barnanna hefur mjög óskýran
framburð og ræður ekki við beygingar
algengra orða auk hins fátæklega
orðaforða, sem þau hafa yfir að ráða.
Nokkuð af börnunum er vel á vegi statt
að þessu leyti, og sum ágætlega.
Þess er full þörf að gera sér grein
fyrir, hvað gera megi til lagfæringar
þeim ágöllum, sem eru á málfari barn-
anna.
Margir gera sér það að leik og vana
að tala tæpitungu við börn á unga aldri.
Stundum mun þetta gert í þeim tilgangi
að hjálpa barninu til að nefna hluti,
er það í bráðina getur ekki nefnt réttu
nafni. Þetta veldur barninu erfiði og
óþægindum síðar. Það þarf að læra ann-
að heiti á hlutnum en því var kennt í
upphafi. Það venst á linmæli, sem verður
því tamt. Og talfærin fá ekki eðlilega
æfingu til að bera skýrt og greinilega
fram. Tæpitungumálið getur áreiðanlega
átt nokkurn þátt í því, að barnið verði
vægari en allt annað. Aukning eða rén-
un allra þjóðargæða, andlegra og lík-
amlegra, er, þegar allt er vegið og virt,
mest undir því komin, hversu til tekst
um þessi mál. Spillt uppeldi og æska,
sem á ekkert, sem henni er heilagt, hefur
allsherjar ófarnað í eftirdragi. En því
ágætara sem uppeldi er og allt ástand
fræðslumála, því fleira vandamála
leysist af sjálfu sér og því færri og minni
verða sigrar sundrungar og kala.
J. Kr.
óeðlilega lengi óskýrt í framburði og
linmælt.
Óhætt mun að fullyrða, að lítið er
talað við mörg börn í Reykjavík á heim-
ilum þeirra. Þau afla sér því verulegs
hluta orðaforðans utan heimilanna. Og
þá fyrst og fremst meðal leikfélaganna
á götunni. Er auðsætt, að það er ekki
frjór eða æskilegur móðurmálsskóli.
Höfuðatriðið til að efla málþroska
barnanna er, að mikið sé talað við þau
á heimilunum, þeim séu sagðar sögur,
látin læra vísur og lesa hátt. Mér er vel
ljóst, að þetta er sums staðar erfiðleikum
bundið. En með góðum vilja mun þó
víðast hægt að sinna þessu að einhverju
leyti, og sum heimili, sem láta sig þetta
litlu skipta, hafa góðar ástæður til að
láta áhrifa sinna gæta til bóta á m&l-
far barnanna.
Ég vil nú benda á dæmi til frekari
skýringar því, hvernig oft fer, þegar
uppalendur láta sig þessi mál litlu varða.
Mjög útbreidd málvilla hér er svo nefnd
þágufallssýki. Fjöldi fólks, ungt og gam-
alt, segir t. d.: mér langar, honum vant-
ar, henni langar, þeim vantar o. s. frv.
Allt er þetta rangt, af því að notað er
þágufall í stað þolfalls. Hið rétta er: mig
langar, hann vantar, hana langar, þá
vantar o. s. frv. Sama gildir um fleiri
sagnir, sem oft er notað skakkt fall
méð. En sagnirnar að langa og að vanta
eru tíðar í notkun og gera því málvilluna
mjög áberandi. Nú eru þess mörg dæmi,
að börn foreldra, sem taka sér aldrei
þessi málspjöll í munn, eru gegnsýkt af
þeim. Þar hafa foreldrarnir ekki verið