Foreldrablaðið - 01.02.1943, Qupperneq 19

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Qupperneq 19
FORELDRABLAÐIÐ 19 á verði til að láta sitt rétta málfar ríkja, en ytri áhrifin víkja. Loks skal hér bent á annað dæmi. Flámæli nefnist það, er ruglað er sam- an e og i annars vegar og u og ö hins vegar. Eins og kunnugt er, þá er flámæl- ið allútbreitt í Reykjavík. Foreldrar, sem eru laus við flámæli, verða þess vör einn góðan veðurdag, að börnin þeirra eru orðin flámælt. Hér hafa verið að verki áhrif frá flámæltum leikfélögum eða öðru flámæltu fólki, sem börnin hafa vérið með. Foreldrarnir mundu oftast hafa getað komið í veg fyrir, að börnin vendust þessu hvimleiða mállýti, ef þau hefðu gert sér grein fyr- ir hættunni og hamlað gegn henni með því að tala nógu mikið við börnin. Það er að því leyti miklu tilfinnanlegrá, að börnin smitist að óþörfu af flámælinu en t. d. þágufallssýkinni, að það er stór- um mun örðugra að losa sig við það síð- ar. Ofnotkun þágufallsins ættu flestir að geta lagfært, ef þeir hafa vilja til. Með því t. d. að hlusta eftir tali manna, sem treysta má, að tali rétt að þessu leyti, og veita athygli ritmálinu. Það, sem ég vildi vekja athygli á með þessum línum, er þetta: Nauðsynlegt er að tala sem mest og án allrar tæpi- tungu við börn. Leiðrétta þarf börnin og leiðbeina þeim, ef þau vilja nota hættu- legar málvillur, (sbr. þágufallssýkina). Foreldrar, sem eru ekki flámælt, verða að vera vel á verði að hamla á móti flá- mælishættunni, sem kann að steðja að börnunum frá leiksystkinum þeirra eða öðru flámæltu fólki. Árni Þórðarson. Leggið leið yðar um Hafnarstrœti EDINBORG Foreldrar/ Hjálpíð börnunum yðar til þess að spara. Gefið þeim hina smekklegu SPARISJÓÐSBA UKA Útvegsbankaíslands h.f. Þeir fást í 4 iitum. Tilvalin tækifserisgjöf.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.