Foreldrablaðið - 01.02.1943, Síða 23

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Síða 23
FORELDRABLAÐIÐ 23 þarf að vera vel hreint og þurrt, þegar lyfið er notað. Hárið skal vætt rækilega inn að hörundi upp úr lyfinu og kembt, á meðan það er blautt, með þéttum kambi, til þess að ná nitinni. Hárið á ekki að þvo I viku á eftir. Quassia-spíri- tus hefur þann kost fram yfir mörg önnur lyf, að það er lyktarlítið og lúsa- hettu þarf ekki að nota meðan á lækn- ingu stendur. Fatalús má útrýma með því að sjóða nærföt í 15 mínútur, nema ullarföt og önnur, sem ekki þola suðu, skal leggja í lýsólblöndu eða annað sótthreinsunar- lyf og smyrja grásalvi í sauma og fell- ingar, ellegar gera þau rök og pressa vel með heitu og þungu járni. En líkama þess, sem lúsin er á, skal lauga daglega úr sápuvatni 3—4 daga í röð. Hjúkrunarkonur og skólalæknar vinna mikil þjóðþrifastörf við stærstu barna- skóla landsins með útrýmingu lúsa, leiðbeiningum og aðstoð við heimili. En þó lús hafi minnkað og hreinlæti aukizt á síðari tímum, er lúsin enn þjóðinni til mikillar vansæmdar. Aflúsunarstöðvar þarf að setja á stofn í Reykjavík og víðar um landið, og þeir, sem ekki geta útrýmt lúsinni sjálfir af heimilum sín- um, ættu að fá opinbera aðstoð til þess. Geír Glgja. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Áusturbœjar B.S.E. Laugav. 34 Munið! KA K TUSMUNS TRIÐ er það sem allir vilja eiga, byrjið að safna því i dag. GUÐLAUGUR MAGNÚSSON, gullsmiður. Laugavegi 11. Sími 5272.

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.