Foreldrablaðið - 01.02.1943, Síða 25
FORELDRABLAÐIÐ
25
Frá skóliiniiiii.
Austurbæjarskóliim
Samkvæmt nýjustu manntalsskýrslum, sem
skólinn hefur í höndum, eru skólaskyld börn í
umdæmi skólans alls 2105.
Af þeim eru í skólanum 1640 böm. Auk þess
stunda nám í skólanum 120 börn úr öðrum
skólahverfum. Alls eru því skólanum 1760 börn.
Önnur skólaskyld börn í skólahverfinu skiptast
þannig: í öðrum löggiltum skólum 224 böm, í
sveit 88 börn, í tímakennslu 133 börn. Veik em
17 böm, og 3 börn sækja ekki skóla, sökum
vanrækslu heimilanna.
Hreinlæti.
Það má með réttu segja að nokkuð vinnist á
í því að börnin komi í skólann þvegin og greidd,
en þó eru alltaf nokkur böm, sem sjáaniega
vanrækja þetta, sum vegna þess að þau vakna
seint og segjast ekki hafa haft tíma til að þvo
sér, sum vegna trassaskapar. Það er mikil upp-
eldisleg nauðsyn að forráðamenn barnanna sjái
um að þau gangi það snemma til hvílu, að þeim
sé, vegna svefns, ekki ofraun að vakna á rétt-
um tíma til þess að búa sig til skólans.
Þá hefur mikið unnizt á með útrýmingu á
lús og nit. Síðastliðið skólaár voru 0,7% skóla-
barnanna, sem slíkt fannst hjá, og nú á þessu
skólaári eru 0,3% barnanna, sem ekki hafa
verið laus við nit eða lús.
Hryggskeklfja.
Undanfarin ár hefur nokkur hluti skólabam-
anna haft nokkurn vott hryggskekkju. Hafa þau
börn verið send í klappsæfingar til Jóns Þor-
steinssonar, íþróttakennara.
Síðastliðið skólaár, voru 40 börn send í klapps-
æfingar, 22 drengir og 18 stúlkur. Sem betur
fer, dregur smám saman úr tölu þeirra barna,
sem senda þarf í klappsæfingar.
Ljósböðin.
Vegna þess hve spennan er lág á rafmagni
fyrir hádegi, hefur ekki verið hægt að hafa
ljósböðin fyr en kl. 12,15. Nú eru um 200 börn,
sem hafa ljósböð og er tímabil það, sem hver
Restaurationin í
Oddfellowhúsmu
Skemmtilegustu
og
vinsælustu >
veizlusalir
bæjarins.
Þar skemmtið þið ykkur bezt.
Fœðiskort
yfir lengri og skemmri tíma.
Egill Benediktsson
Simar 3552 og 5122
Látið
Ú tv ar pið
koma
auglýsingum
yðar
og
tilkynningum
til
landsmanna
RÍKISÚTVARPiÐ