Foreldrablaðið - 01.02.1943, Side 29

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Side 29
FORELDRABLAÐIÐ 29 þjappa veiður 3—4 og &tundum 5 deildum 1 kennslustofu daglega. Dagleg störf skólans hafa verið misfellulítil. Veikindi hafa að vísu verið nokkur öðru hvoru, en þau hafa gengið jafnt yfir, svo að námið má heita að hafa sótzt vel. Aftur á móti hefur borið töluvert á skrópi, og eiga þar einltum sök börn, sem komið hafa ný í skólann í vetur. Það mátti þó heita, að nærri öll börnin sæktu skólann orðið reglulega fyrir jólin. Enda hefur verið gengið hart eftír. Það er mjög mikilsvert, að börnin sæki skólann alltaf reglulega. Öll undanbrögð frá skyldu- starfi eru barninu hættuleg. Foreldrum finnst oft ekki saknæmt, þó að barnið sleppi degi og degi úr náminu. En hvert skipti sem barnið veit, að það hefur ekki haft fullgilda ástæðu til að fara ekki í skólann, dofnar skyldumeðvitund þess. Og komi slíkt oft fyrir, getur það haft af- drifarík áhrif á framtíð bamsins. Þá er og mikilsvert, að barnið venjist á að vera stundvíst. Óstundvísi venur á hirðuleysi og ónákvæmni, sem oft snýst upp í enn hættulegri ávana. Það er sorglegt, þegar barn kemur of seint í skólann, vegna þess að foreldrarnir láta það fara í sendiferð, þegar það á að fara í skól- ann. Eða ef barn kemur ekki nógu snemma á morgnana, vegna þess að enginn á heimilinu hefur getað vaknað i tæka tíð. Sömu áhrif hef- ur það á börnin, ef þau venjast á að svíkjast um að nema einstakar sérnámsgreinir t. d. leikfimi eða handavinnu. Börn, sem verða af námi. Vegna ýmissa örðugleika eiga nú mörg börn örðugt með að stunda nám reglulega. Veldur þar þó mestu húsnæðisvandræði fólks og flutning- ur úr einu húsnæði í annað. En foreldrar þurfa að vera skyldurækin við börn sín og senda þau í skóla strax og tök eru á. Einstakar námsgreinir skólans. Sundnámskeið hafa verið haldin tvö í vetur. Annað námskeiðið var stutt. (Tveggja vikna). Það námskeið sóttu nærri öll börn í skólanum. Það stóð frá 16.—30. sept. Hitt námskeiðið hófst 4. okt. og stóð til 20. nóv. Það námskeið var að- allega fyrir fullnaðarprófsbörn og 12 ára börn- in. Hin hollu og bœtiefnaríku brauð úr heilmöluðu hveiti eru ávallt til í brauðsölum mínum, fyrir utan allar þær brauðtegundir, sem ég áður hef bafcað, og hafa farið sigurför um borgina. Fást á eftirtöldum stöðum: Blómavallagötu 10 — Bræðraborgarstíg 16 — Brœðraborgarstíg 29 (Jafet) — Vesturgötu 27 — Reykjavíkurvegi 19 (J. Bergmann). — Laugarnesvegi 50 (Kirkjubergi) — Njálsg. 40. Jón Símonavson Brœðraborgarstíg 16. Sími 2273. Þekkt innlend framleiðsla: BOTNVÖRPUR VÖRPUGARN BINDIGARN H.F. HAMPIÐJAN Símar 4536 — 4390 Símnefni: Hampiðja

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.