Foreldrablaðið - 01.02.1943, Page 31

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Page 31
FORELDRABLAÐIÐ 31 að námi loknu. Iðjuleysi og athafnaleysi handa og huga er mesta hætta og böl. Laugarnesskóla á gamlársdag 1942. Jón Sigurðsson. Skildmgariiesskóliiiii í Skildingarnesskóla eru nú innrituð 202 börn, og er það um 90 börnum færra en skólaárið 1939 —40, en það ár voru skólaskyld börn í hverfinu orðin 315. Við skólann starfa nú 6 fastir kennarar, auk eins stunda- og forfallakennara og leikfimis- kennara. Skólinn hefur nú kennsluhúsnæði 1 bæjarhúsunum við Smirilsveg 29. Leikfimikennsla eldri barnanna fer fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, en yngri barna í í. R.^húsinu við Túngötu. Eldri börnin fá sundnámskeið í Sundhöllinni, að áliðnum vetri. Skólinn gat ekki tekið til starfa að þessu sinni fyrr en 10. nóv., og lágu til þess eftirgreind- ar ástæður: Aðalaðsetur skólans síðan 1936 hefur verið við Baugsveg 7, en það hús liggur sunnan til í skóla- hverfinu. Yngri börnunum af Holtinu hafði að vísu verið kennt i húsi við Smirilsveginn síð- ustu árin. Um miðjan aprílmánuð s. 1. barst bæjaryfir- völdunum áreiðanleg vitneskja um, að enn fleiri hús yrðu rifin og flutt úr hverfinu, og sýnt þótti, að húsið við Baugsveg (syðra skólahúsið) yrði innikróað af rennibrautum. Var því ekki um annað að gera en flýja með skólann vestur með firðinum og.út á Grímsstaðaholt, og var hafizt handa um það á áliðnu sumri. Enn er ekki til fulls lokið þeim breytingum og nýbyggingu, er gera þurfti, til þess að skólinn fengi á ný við- unanlegan samastað. Eins og að líkindum lætur, hefur skólinn beðið tilfinnanlega hnekki vegna þeirra hrakninga, er hér hefur verið lýst, og kennir þar um frum- býlingsskapar og ónógrar festu, og mun eðlilega engum vera þetta ljósara en skólastjórninni og starfsliði skólans. Reykjavík, 5. jan. 1943. SHELL IOTOR OIL8 VETRAROLIIJR beztar — drýgstar. SUELL srnurt er vel sinurt! JRLná NORA MAGAZIN Pósthússtrœti 9 Arngr. Kristj&nsson.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.