Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 34
34
FORELDRABLAÐIÐ
kökurnar, vínarbrauðin o. s. frv. Sé
smjör ófáanlegt, má nota bræðing í þess
stað. Smjörlíkið mætti hverfa af hvers
manns borði. Ávexti þarf eigi að ræða
í þessu sambandi. Forsjón þjóðarinnar
í innflutningsmálum hefur bannfært
nýja ávexti sem innflutningsvöru, nema
helzt fyrir jólin. En á hráefnum til sæl-
gætisgerðar mun enginn skortur vera.
Á umbúðum þessara epla, er nú komu,
er hvatning um að borða meira af epl-
um, heilsunnar vegna, og tekið fram, að
læknar, tannlæknar og heilsufræðingar
mæli með þeim. Skyldu þeir líka vilja
mæla með sælgætinu okkar og skóla-
kostinum, sem ég hef minnzt á? Áreið-
anlega ekki!
Þar til er sælgætisframleiðendur sjá
■ sér fært að framleiða sælgæti, sem er
hollt neytendum, verða bæði foreldrar
og skólar að vinna af alefli gegn sæl-
gætiskaupum barna. En það verður eigi
gert með valdboði, heldur með því að
vekja skilning barnanna; og skynsöm
börn eru fljót að skilja. Jafnframt þarf
að benda þeim á eitthvað annað, sem
þau geta lagt aurana sína í.
Það fer mjög í vöxt, að börn fari í
ferðalög, að námi loknu. Oftast eru þessi
ferðalög stutt og tíðum farið fullhratt
yfir vegna þess, að fjárráð eru lítil, enda
eigi byrjað að safna í ferðasjóð, fyrr en
á síðasta eða næstsíðasta ári. Legðu börn
sælgætisaura sína í sjóð, frá því er þau
hefja skólagöngu til fermingaraldurs,
myndi sá sjóður verða svo gildur, að hver
bekkur gæti farið í langt ferðalag og
skoðað ýmsa merka sögustaði kynnzt
nokkuð fegurð landsins, hrikaleik þess
og tign. Þessa sjóði væri sjálfsagt að
geyma í banka undir eftirliti barnanna
sjálfra og kennara. Flyttist barn milli
bekkja eða brott, fengi það sinn hluta
af sjóðnum greiddan.
Það þarf eitthvað að gera til að venja
börn á að fara skynsamlegar með pen-
inga en hér gerist. Þetta er ein leið, og
ýmsar fleiri eru til.
í sambandi við sælgætiskaup og skóla-
kost barna, dettur mér í hug, að líklega
myndi enginn geta haft jafn sterk áhrif
á almenningsálitið sem hinn góðkunni
læknir og núverandi félagsmálaráðherra,
Jóhann Sæmundsson. Útvarpserindi
hans hafa vakið mikla og maklega at-
hygli. Og erindi um sælgætiskaup og
skólakost barna mundi vel þegið af
þjóðinni allri.
Einstakir framleiðendur æskja ef til
vill ekki almennra umræðna um þessi
mál. En það verður að meta æsku lands-
ins og þjóðarhag meira en hagsmuni
fárra. Við hátíðleg tækifæri, sem helg-
uð eru æskunni, er stundum sagt, að hún
sé dýrmætasti auður hverrar þjóðar. Eigi
þetta að vera annað og meira en innan-
tóm faguryrði, verður að vinna gegn því,
sem er henni án tvímæla til tjóns, og
stuðla í fullri alvöru að sem heilbrigð-
ustum og beztum vaxtarskilyrðum henni
til handa.
Marteinn Skaftfells.
Staía- og orðaspil
er uppeldisléga séð mjög mikil-
vægt, því að það gerir námið að
leik og leikinn að námi. Öll börn á
skólaaldri ættu að eiga það.