Foreldrablaðið - 01.02.1943, Page 37

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Page 37
FORELDRABLAÐIÐ 37 Friðrik ÓlaÍKSOii. kennari. Friðrik Ólafsson var fæddur í Reykja- vík, 17. júlí. 1921. Hann andaðist í Lands- spítalanum 18. desember sl. Friðrik lauk kennaraprófi á síðast- liðnu vori og gerðist kennari við Austur- bæjarskólann í haust. Ég hafði engin kynni haft af þessum unga manni, er hann var ráðinn að skólanum, en féllst á ráðningu hans vegna eindreginna meðmæla formanns skólanefndar, séra Sigurbjarnar Einarssonar. Ummæli hans voru á þessa leið: Sá verður í engu svik- inn, sem nýtur kennslukrafta Friðriks Ólafssonar. Starfstími Friðriks við skólann varð Nú nær 14 ára barn ekki fullnaðar- prófi í íslenzku, skrift eða reikningi, og er það þá skólaskylt og prófskylt næsta ár f öllum téðum greinum. aðeins nokkrar vikur. Svo stuttur tími getur að vísu ekki verið fullkominn mælikvarði á kennarahæfni byrjanda. En víst er, að Friðrik Ólafsson gengdi starfinu af kostgæfni og trúmennsku. Góða stjórn hafði hann á börnunum og varð þeim auðsjáanlega hlýtt til hans. í skólanum kom hann í hvívetna fram sem hið mesta prúðmenni, enda var drengskap hans við brugðið, og allir sem höfðu af honum náin kynni.báru óskorað traust til hans og væntu sér mikils af starfi hans. Sigurður Thorlacíus. Til athnganar. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið skrif- aði biskupi íslands þ. 27. nóv. 1942 á þessa leið: „Að gefnu tilefni frá fræðslumála- stjóra vill þetta ráðuneyti hér með taka fram, að það telur rétt að börn verði ekki fermd fyrr en þau hafa lokið fulln- aðarprófi samkvæmt 5. gr. fræðslulag- anna eða burtfararprófi samkv. 21. gr. sömu laga. Þetta er yður, háæruverðugi herra, hér með til vitundar gefið til birtingar fyr- ir prestum landsins". Þetta tilkynnist skólanefndum og kennurum hér með. F. h. f. Helgi Elíasson.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.