Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 40
40
FORELDRABLAÐIÐ
1 heimssiyvjöldinni 1914*18
mundu íslendingar hafa orðið að
þola margs konar skort, ef hið ný-
nýstofnaða
EIMSKIPAFÉLA G ÍSLANDS
hefði ekki með siglingum sínum til
Ameríku forðað þjóð vorri frá yfir-
vofandi vöruþurrð og neyð. Enn hefur
EIMSKIP gerzt brautryðjandi og hafið
siglingaí til Vesturheims.
Munið þessar siaðreyndiv og láíið
FOSSANA annasí alla fluíninga yðav.
uppeldisfræðingur sagt. Þegar börnin
eldast, beita þau fingrunum að leik til
rannsókna í sama augnamiði, og nota
þá einnig skynleiðir sjónar og heyrnar.
Þau brjóta, skrúfa og kasta, þau rífa í
sundur og setja saman. En um leið kynn-
ast þau ástandi hlutanna og læra að á-
kveða lögun þeirra og eiginleika.
Þetta er dæmi um rannsóknarleiki
barna, sem einnig verða þá um leið
námsleikir.
3. Börn iðka leiki, sem eru í beinum
tengslum við mennina, sem þau um-
gangast og störf þeirra. Þau leika t. d.
mömmu og pabba, eða systkini sín. Þau
leika störf manna úr ýmsum stéttum.
Leikir þessir hafa verið kallaðir hermi-
leikir („sosum“-leikir, ímyndunarleikir).
fmyndunarleikir barna beinast oft í þá
átt, að barnið reynir að yfirstíga fjar-
lægðir í rúmi og tíma. Það leikur t. d.
hugljúfa sögupersónu frá öðru landi og
þykist breyta umhverfinu í samræmi við
þann tíma, sem fyrirmynd þess lifði á.
Þá hjálpa ímyndunarleikir barninu til
þess að setja sig í spor dýranna og skilja
þau. Að lokum gera ímyndunarleikirnir
barninu fært að láta „steina tala, og allt,
hvað er“. Og verða slíkir leikir oft undra-
verð uppbót barni, sem lifir i einveru og
skortir leikfélaga.
Hermi- og ímyndunarleikir gera barn-
inu þannig fært að skilja athafnir full-
orðna fólksins og setja sig í spor bæði
manna og dýra.
Hermihvötin og ímyndunarhæfileik-
inn nær ekki aðeins til orðanna, málsins,
heldur einnig til athafnanna og hugar-
farsins, hughrifanna.
Og hermileikurinn er stundum eina