Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 44
44
FORELDRABLAÐIÐ
Ankið hreysti barna yðar
með Jþví að gefa þeim
€OM FL1KE§, ALL BRA\ eða
BI€€KBI§PIE§ kvðlds og morgna.
Hulinn krafiur í hvetjum pakka.
H. BENEDI KTSSON & CO.
vitinn, sem vekur áhugann og varðar
veginn um námsleiðina. Hann á að vera
bætiefnið, sem gerir kennsluna að-
gengilega fyrir barnið, námið ljúffengt
og námsstörfin árangursrík.
En sá leikur náms verður œtíð að
hafa ákveðið markmið, og börnin verða
að vera það þroskuð, að þau skilji náms-
alvöru leiksins.
Og maðurinn, sem stjórnar slíkum
námsleikjum, kennarinn, verður að
grandþekkja eðli þess þroskaskeiðs, sem
hann vinnur fyrir og vita gjörla sitt
hlutverk, til þess að allt lendi ekki í
svo-kölluðum „leikaraskap".
Hyggnir kennarar komast ekki hjá því
að taka leikina í þjónustu námsstarfs-
ins, og þá einkum hermi- og sköpunar-
leikina. Það gerir námið lifandi og trygg-
ir, ef vel er áhaldið, að börnin fylgist
betur með, nái fastari tökum á náms-
efninu og finni, óafvitandi, hvöt hjá sér
til að ráðast til skarpari átaka við náms-
störfin.
Sú uppeldisstefna, að taka leikinn í
þjónustu námsstarfsins, hugsar minna
um bækur, en þá því meira um verkefni,
vinnugleði og vinnutækni við námið.
En foreldrar ættu að hugleiða það, að
úr því, að hyggnir kennarar komast ekki
hjá því að taka leikinn í þjónustu náms-
starfsins, þá muni einnig happadrjúgt
fyrir foreldrana að taka leik barnsins í
þjónustu sína við uppeldisstarfið.
Það væri, að ég ætla, vel þess vert fyrir
foreldra, að kynna sér nútímaskoðanir
barnasálarfræðinga um þroskagildi
leiksins, og leiðir þær, sem hægt er m. a.
að fara til þess að gera leikinn alhliða
þroskandi við uppeldisstarfið. En þýð-