Foreldrablaðið - 01.03.1945, Síða 2

Foreldrablaðið - 01.03.1945, Síða 2
Góð tækifærisgjöf í I i : Margur er í miklum vafa um, hvað hann á að velja, þegar gleðja á góðan vin eða ættingja. En svo vill nú vel til, að til er gjöf, sem flestum hentar, konum sem körlum, vegleg gjöf, og verði þó stillt í hóf. Þetta er RITSAFN EINARS HJÖRLEIFSSONAR KVARAN. — Rit- safnið er 6 bindi, bundin í vandað skinnband, og eru þar allar skáldsögur Einars og ljóð. Kostar kr. 350.00. Fæst hjá öllum bóksölum. Tvær merkar bækur sem fjalla um íslenzka sjómenn, sjómennsku og útgerðarsögu þjóðarinnar, koma út hjá Isafoldarprentsmiðju. Önnur, SJÓMANNASAGA, eftir Vilhj. Þ. Gíslason, kemur út um mánaðamót febrúar og marz. Þá bók verður hver sjómaður að eignast, enda bíða menn bókarinnar með óþreyju. Hin er SJÓSÓKN, endurminningar Erlends Björnssonar, hreppstjóra, á Breiðabólstöðum, skrásettar af síra Jóni Thorarensen. I þá bók hefur Eggert Guðmundsson, listmálari, teiknað fjölda mynda. En auk þess eru þar margar mannamyndir, uppdrættir af Alftanesi, af fiskimiðum og ýmsu, er lýtur að sjósókn á opnum skipum. Bókaverzlun Isafoldar. FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.