Foreldrablaðið - 01.03.1945, Síða 5

Foreldrablaðið - 01.03.1945, Síða 5
krefjast allmikillar bóklegrar þekkingar. Miðskólaprófum er ætlað að verða öðrum þræði inntökupróf í menntaskóla og kenn- araskóla. Því miðskólafólki, sem hyggur ekki á framhaldsnám, gefst kostur á einum námsvetri til viðbótar í gagnfræðaskóla. Verknámsdeildin mundi verða mikil nýj- ung í skólamálum landsins. Að vísu er til vísir að henni í efstu bekkjum barnaskól- anna. Enn fremur hafa ýmsir héraðs- og gagnfræðaskólar komið á fót álitlegu verk- námi, að Handíðaskólanum ógleymdum. En það verður efalaust erfiðasta viðfangsefnið í íslenzkum skólamálum að koma heildar- skipulagi á verknámsdeildirnar, ef tillögur nefndarinnar ná fram að ganga. Af þeim ástæðum hefur nefndin lagt til, að stofnað- ur verði sérstakur æfinga- og tilraunaskóli. Hlutverk hans á meðal annars að vera að að þreifa sig áfram um hæfileg verkefni fyrir væntanlegar verknámsdeildir. Undir- búningur að stofnun þessa skóla er þegar hafinn. Lög hafa að vísu ekki verið sett um hann, en til hans er veitt nokkurt fé á fjárlögum þessa árs. Verknámsdeildunum er ætlað að annast námsþarfir alls þorra unglinganna, þeirra er sækja ekki menntaskóla eða aðra hliðstæða bóknámsskóla. Þær eiga t. d. að sjá um undirbúning undir iðnnám og annað verk- legt atvinnunám. Að sjálfsögðu verður all- mikil bókleg kennsla í þessum deildum, svo sem í íslenzku, þjóðlegum fræðum, reikn- ingi, eðlis- og efnafræði o. fl. Næst gagnfræðastiginu kemur mennta- skóla- og sérskólastigið og þá háskólastigið. Hér verður ekki rætt um skóla þessara stiga, m. a. vegna þess, að minna hefur verið um þá fjallað af nefndinni enn sem komið er en skóla tveggja hinna fyrri stiga. Nú mundi sumum þykja, að ekki væri öll- um þeim spurningum svarað, sem bornar voru upp hér að framan, einkum spurning- unum varðandi stundaskrárnar. Ég get ekki eytt miklu rúmi í útskýringar. Verð því að láta nægja staðhæfingar einar. Tillögurnar verða ekki framkvæmdar, nema skólunum verði ætlað rýmra húsnæði en nú, það er ó- hugsanlegt að margsetja eins kennslustofur og nú tíðkast. Við það leysist stundaskrár- málið að verulegu leyti. Annars horfir mun betur um húsnæðismál skóla hér í bæ en það gerði um sinn vegna hinna lofsverðu fram- kvæmda í þessum efnum, sem bæjarfélagið hefur þegar hafið eða gert ráðstafanir til að hefja, þó að betur megi, ef duga skal. Vafalítið verður tillögum þessum fundið ýmislegt til foráttu. Hættulegasta mótbáran verður tvímælalaust sú, að framkvæmd þeirra kostar mikið fé. Ég ber ekki brigður á það. Lúxusbílar, munaðarvörur og hégómi, sem keyptur er til landsins, kostar einnig mikið fé. Þau kaup eru leyfð. Ætli eðlileg og nauðsynleg þróun íslenzkra skóla geti talizt svo miklu skaðsamlegri hamingju þjóðarinnar, að hana þurfi að banna, með- an hitt er leyft? Þetta ættum við öll að hugleiða. Ég hygg, að þetta sé ekki alls kost- ar ótímabært umhugsunarefni, þótt undir- tektir þær, sem skólamálatillögurnar hafa fengið fram að þessu, bendi á allt annað en óvinsældir meðal landsmanna. En útgjöld til skóla og annarra menningarmála er gam- all ásteytingarsteinn. Þess má geta, að í frumvarpinu til hinna nýju fræðslulaga Breta var lagt til, að algjör skólaskylda næði frá 5—15 ára aldurs og skólaskylda að nokkuru leyti til 18 ára ald- urs. Fyrra atriðið náði samþykki þingsins. Hið síðara var afgreitt á þá lund, að öllum fræðsluhéruðum var gert að skyldu að hafa gert allar nauðsynlegar ráðstafanir fyrir 1. apríl 1948, til þess að öllum unglingum á aldrinum 15—18 ára, sem sæktu ekki aðra skóla, skyldi séð fyrir að minnsta kosti 330 FORELDRABLAÐIÐ 3

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.