Foreldrablaðið - 01.03.1945, Síða 6

Foreldrablaðið - 01.03.1945, Síða 6
Sigurður Thorlacius: Skóli skólanna Áratugina tvo milli heimsstyrj aldanna tóku til starfa í mörgum menningarlöndum svonefndir tilraunaskólar, stofnanir, þar sem reyndar eru og sannprófaSar með vísinda- legum hætti kennsluaðferðir og ýmsar aðr- ar greinar skólakerfisins. Þess háttar stofnan- ir þurfa að fá starfsfrið og vinnuskilyrði áratugum saman, til þess að árangurinn komi fullkomlega í ljós. Þó höfðu þessir ungu nýgræðingar þegar á örfáum árum haft gagngerð áhrif á skólamál í sumum löndum, er styrjöldin skall á 1939. Skólakerfi hverrar þjóðar, jafnvel smáríkis eins og Islands, er allmikið bákn, sem lýtur föstum starfsreglum og háttum. Þessir starfs- hættir og reglur eru ekki nema að takmörk- uðu leyti niðurstaða af skynsamlegri hugsun og reynslu núlifandi kynslóðar með tilliti til þess, sem bezt hentar henni og framtíðinni, heldur að nokkru vanabundinn arfur frá fyrri tímum eða öpun eftir öðrum þjóðum. Á tíma hraðstígra, verklegra framfara, sem hafa í för með sér gerbreytingar á lifn- aðarháttum, er það bersýnilega hin brýnasta nauðsyn, að skólastarfsemin breytist hæfilega ört til þess að fullnægja jafnan þeim kröf- um, sem breytt aldarfar og aukin uppeldis- fræðiþekking gerir til þeirra. Skólakerfið, og þó einkum innra starf skólanna, þarf því að kennslustundum árlega. Þessi löggjöf er ugglaust ekki sett út í bláinn, heldur til þess að verða við þeim kröfum, sem nútíma þjóðfélag hlýtur að gera til menntunar þegna sinna. Gæti það ekki verið andvaraleysi af okkar hálfu að þykjast þurfa miklu minna að okkur að leggja um undirbúning undir líf og störf í okkar þjóðfélagi? Andvaraleysi getur einnig orðið útlátasamt. taka sífelldum breytingum. En þessar breyt- ingar mega ekki fara fram eftir geðþótta nokkurra einstaklinga né eingöngu eftir erlendum fyrirmyndum. Þvílíkar breytingar á starfsháttum allra skóla landsins í senn, án undangenginna tilrauna, væru áhættusamar og kostnaðarsamar um of, enda óframkvæm- anlegar. Hér er það, sem hlutverk tilraunaskólans kemur til sögunnar. Þar á að reyna nýjar kennsluaðferðir, innlendar og erlendar, ný tæki og fyrirkomulag og velja úr það bezta og láta taka það upp í öðrum skólum lands- ins eftir því, sem við verður komið. Þar mundu enn fremur verða gerðar sálfræðilegar rannsóknir á börnum og unglingum, tilraun- ir með ýmiss konar próf, hæfileikamat og þar fram eftir götunum. Skólamálanefndin, sem setið hefur á rök- stólum, gerir ráð fyrir tilraunaskóla sem veigamiklum lið í skólakerfi landsins. Ai- þingi hefur einnig viðurkennt þessa hug- mynd með því að samþykkja að tillögum menntamáiaráðherra 250 þús. kr. fjárveit- ingu sem framlag á þessu ári til byggingar þessarar stofnunar, sem gert er ráð fyrir, að jafnframt verði æfingaskóli til afnota fyrir Kennaraskóla íslands. Búizt er við, að bæj- arstjórn Reykjavíkur láti í té lóð undir bygg- ingu á góðum stað í bænum, og verður þá væntanlega hafizt handa um byggingu þeg- ar á sumri komanda, enda hefur mennta- málaráðherra skipað þriggja manna nefnd til að undirbúa og standa fyrir byggingunni, Hér er vissulega um eitt hið gagnmerk- asta mál að ræða, sem hlýtur, ef vel er á hald- ið, að hafa stórmikla þýðingu fyrir uppeldis- og menningarmál á íslandi í framtíðinni og væntanlega áður en langt um líður. 4 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.