Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 10

Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 10
eiga að sjá um framkvæmd laganna — að senda börnin í skóla — og hana nú! Rétt er það að vísu, að með útúrsnúningi og misskilningi má finna þessari skoðun stað í bókstaf fræðslulaganna. En grund- völlur og andi laganna er á allt annan veg. Fræðslulögin eru fyrst og fremst sett til þess að tryggja það, að öll börn geti íengið þá fræðslu, sem þeim er talin nauðsynleg. A- kvæði laganna valda ríkissj óði, bæjar- og sveitasjóðum miklum útgjöldum, því að þessum aðilum ber að sjá um það, að þau börn, sem skóla sækja, fái ókeypis kennslu. Þar af leiðir, að sjá verður fyrir húsnæði til skólahalds, og verður stærð skólahúsanna auðvitað að fara eftir barnafjöldanum. Það má því með sanni segja, að fræðslulögin séu fyrst og fremst til þess að tryggja það, að hið opinbera, þ. e. ríkis- og sveitasjóðir, geti ekki komizt hjá því að taka á móti þeim börnum, sem rétt eiga á skólavist og kennslu. Eina kvöðin, sem fræðslulögin leggja raunverulega og ótvírætt á herðar aðstand- endum barna er sú, að þeir fallist á það, að börn þeirra fái fræðslu, svo að þau geti á fullnaðarprófi fullnægt lágmarkskröfum um þekkingu og lærdóm. Vilji aðstandendur — og sýni fram á —, að þeir geti fullnægt þessum kröfum með því að láta kenna barni sínu heima eða í einkaskólum, þá er það heimilt. Bera aðstandendur þá einir kostn- aðinn, er af þeirri kennslu leiðir. Af þessu er ljóst, að alþingismenn og aðrir, er að samþykkt fræðslulaganna stóðu, hafa látið rétt barnanna sitja í fyrirrúmi í hvívetna, en þar næst kemur réttur aðstandenda. Af því, sem nú hefur verið sagt, þá veit ég, að öllum mun verða ljóst, að það er fyrst og fremst barnanna vegna, sem geng- ið er eftir því, að þau sæki barnaskólana, svo framarlega sem þau fá ekki jafngilda fræðslu annars staðar. Hins vegar er það eðlilegt, að kennarar óski þess, að þau börn, sem þeir eiga að kenna, sæki skólann og stundi nám sitt vel og reglulega, því að bæði er það, að börnin missa annars af fræðslu og — sem betur fer, — er það metn- aðarmál hvers kennara, að nemendur þeirra nemi og læri sem mest. Fræðslulögin skylda hið opinbera til þess þess að sjá börnum fyrir skólavist til 14 ára aldurs, nema undanþága hafi verið veitt, þ. e. börnin eiga að ljúka fullnaðarprófi á því ári, sem þau verða 14 ára. Geti barn ekki lokið tilskildu námi um 14 ára aldur, ber því ókeypis kennsla í barnaskóla a. m. k. 1 ár til. Ef um sérstaklega dugleg og bráð- þroska börn er að ræða, má veita þeim fulln- aðarpróf, þótt yngri séu en 14 ára, enda haldi þau þá áfram námi í einhverjum framhaids- skóla. Dálítið hefur borið á því, að fólk hafi sótt eftir því að láta börn sín ljúka fulln- aðarprófi fyrir 14 ára aldur. Hefur sumum jafnvel fundizt það óréttlátt, að börnum skyldi ekki leytf að ljúka fullnaðarprófi, hve- nær sem telja mætti, að þau gætu staðizt prófið. Það kann að vera hæpið að láta dugleg börn vera svo lengi í barnaskóla, að 2 síðustu veturnir séu að mestu upplestur. Það getur vakið námsleiða. Til þess að bæta úr þessu er sett heimildin um fullnaðar- próf fyrir 14 ára aldur. Til þess að börn fái þessa undanþágu, þurfa þau að hafa náð góðri fyrstu einkunn í íslenzku og reikn- ingi (þ. e. eink. 8). Þau börn, sem ekki ná þessu marki, munu geta fengið nóg verk- efni í barnaskólanum til þess að glíma við eitt ár enn. Þessi ákvæði um lágmarkseink- unn eru því sett m. a. til þess að tryggja það, að börnin fái notið þeirrar kennslu, sem skólinn getur veitt þeim og þau eiga kröfu til. Námsdvöl barna í barnaskóla á ekki að vera eingöngu til þess, að þau læri náms- 8 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.