Foreldrablaðið - 01.03.1945, Side 15

Foreldrablaðið - 01.03.1945, Side 15
Hvað ungur nemur Ingimar Jóhannesson: Það er alkunnugt, að almenningur hefur nú meiri auraráð en nokkru sinni fyrr, og eins hitt, að eyðslusemi er meiri en góðu hófi gegnir hjá mörgum manni. Þess hefur líka orðið vart í barnaskólunum, og þess vegna skrifa ég línur þessar og bið lesend- ur Foreldrablaðsins að athuga málið. Eg hef aldrei séð skólabörn með jafn- mikið af peningum og nú, enda algengt, að örtröð sé mikil í verzlununum, sem næst liggja skólunum. Keypt er mest sælgæti, gosdrykkir og kaffibrauð. Hefur það aukizt síðan lýsisneyzla hófst f vetur, því að nú veitir skólinn ekki mjólk með lýsinu, eins og áður var. Skólarnir óska eftir því, að börnin neyti mjólkur og brauðs með lýsinu, en ekki gosdrykkja og sætabrauðs. Það er sjálfsagt, að börn, sem eru 4 tíma í skóla — og þó skemur sé —, hafi með sér bita að heiman. Hitt er óframkvæmanlegt, að fjöldi ekki mitt álit, að leggja beri barnaheimilin niður. Þeirra verður alltaf þörf fyrir þau börn, sem heilsunnar vegna þarfnast ná- kvæmari aðhlynningar en hægt er að veita á fámennum sveitaheimilum. Þar þyrfti einnig að hafa börn, sem geta ekki aldurs vegna tekið þátt í léttustu störfum. Þá er óvíst, að unnt yrði að útvega ákjósanlega dvalarstaði á sveitaheimilum fyrir öll þau börn, sem þangað ættu erindi. Væru þau þá að sjálfsögðu betur komin á barnaheimilum en í iðjuleysi borgarinnar, fjarri áhrifum sólarljóss og sumarblíðu. Þó væri óleystur sá vandi, hvernig þeim yrði séð fyrir nauðsyn- legum starfsskilyrðum. En betri er þeim hálfur skaði en allur í því efni, unz ráð finnst til bóta. barna kaupi þessa aukamáltíð í næstu verzl- unum á fáum mínútum. Lesendur munu spyrja, hvers vegna skól- arnir banni ekki þessa verzlun barnanna, meðan þau dveljast í skólanum. Því er til að svara, að slíkt bann er óframkvæman- legt, nema í skólum, sem hafa girta leik- velli, en þau skilyrði eru óvíða fyrir hendi. Svo geta líka alltaf verið ástæður fyrir hendi, sem réttlæta slíka verzlun, t. d. að börnin kaupi stundum mjólk. Þess er líka að geta, að sumir barnaskól- arnir hafa bannað gosdrykkjaneyzlu með lýsisgjöfinni. Aðrir gera allt, sem hægt er, til þess að draga úr slíkri neyzlu. Allir hamla á móti sælgætiskaupum. Og almennt mun þess óskað, að börn séu ekki látin vera með peninga í skólunum. Sum þeirra eru svo ógætin að vera með peninga í vösum hlífðar- fatá, sem skilin eru eftir í göngunum. Fyrir kemur, að aurar tapast á þann hátt. Skólinn varar þau við svona gálauslegri meðferð peninga og bannar sælgætisneyzlu í skólan- um. Hvort tveggja er sjálfsagt. Góðir for- eldrar gera slíkt hið sama. En betur má, ef duga skal. Hér þurfa allir að vinna saman. Foreldrar hafa kvartað um það við mig, að þeim gengi verr að halda í aura við börn sín, af því að félagar þeirra væru alltaf með fullar hendur fjár .Þetta er auðskilið. Börn læra mikið af félögunum. En þetta má áreiðanlega laga með góðri samvinnu heimila og skóla. Hér dugir ekki eingöngu: „Þú skalt“ eða gagnstætt. Ein- faldast er vitanlega að láta börnin alls ekki bera á sér peninga venjulega, en vinna markvisst að því að koma þeim í skilning um gildi fjármuna. Það verða ekki alltaf FORELDRABLAÐIÐ 13

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.