Foreldrablaðið - 01.03.1945, Page 20

Foreldrablaðið - 01.03.1945, Page 20
fón Oddgeir fónsson: Sjúkraskrín í heimahúsum og í skólum Ef einhver á heimilinu sker sig, brennir sig eða meiðir á annan hátt, er bágt að standa ráðalaus og hafa ekkert til þess að veita sjúklingnum bráðabirgðahjálp. Sama máli gegnir í skólunum. Foreldrar og kennarar! Fáið ykkur lítið skrín og kaupið það helzta, sem þarf til þess að geta hjálpað, ef eitthvað ber út af. Hér fara á eftir leiðbeiningar um það, hvað þarf að hafa við höndina, og hvernig á að nota það. I sjúkraskríninu þarf að vera: Grisjubindi, 10 stk. 5 cm breið og 6 stk. 8 cm breið Sáragrisjur, 10 stk. Bómull, 1 pk. 30 g Brunabindi, 3 stk. Brunasmyrsl, 1 tb. Skyndiplástur og 1 rl. heftiplástur, 2 cm breiður Sáravatn, 60 g Joðbenzín, 60 g Tanndropar, 5 g Kamforudropar, 30 g Verk og vindeyðandi dropar, 20 g Asperín, 1 gl. með 20 töflum Lásnælur, 1 tylft Ein lítil skæri og flísatöng. Grisjubindi eru notuð til þess að binda um sár. Farið þrifalega með þau. Geymið þau t. d. ekki á rökum stað, og er þið ætlið að nota þau, þá takið þau upp með gætni og snertið ekki þann hluta þeirra, sem leggjast á næst sárinu. Sáragrisjur (kompressur), sem venjulega eru í sérstökum umbúðum, má alls ekki taka úr umbúðunum, fyrr en um leið og á að nota þær. Munið, að sára- grisjur eru ætlaðar til þess eingöngu að leggja næst stórum, djúpum sárum,. en slík sár má ekki þvo eða hreinsa, þótt við höfum þau sótthreinsunarlyf, sem nefnd verða síðar, 18 foHeldrablaðið

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.