Foreldrablaðið - 01.03.1945, Qupperneq 21

Foreldrablaðið - 01.03.1945, Qupperneq 21
heldur ber okkur að leggja strax sáragrisj- ur við hið djúpa sár, binda síðan yfir með grisjubindi og koma sjúklingnum í skyndi til læknis eða sjúkrahúss. Bómull má nota t. d. til þess að þvo með í kringum sár, einnig til þess að setja í nös, sem blæðir úr, til þess að setja í hola tönn (vætta í tanndropum) o. fl. Skyndiplástur, þ. e. plástrar eða plásturs- lengjur með grisju, er hentugur til þess að láta við minni meiðsli, skeinur og stungu- sár, sem hreinsa skal þó áður en skyndi- plásturinn er lagður á þau. Heftiplástur er notaður til þess að festa umbúðir, en aldrei lagður næst sárum. Brunabindin má ekki taka úr umbúðun- um fyrr en á að nota þau. Þau eru lögð beint á brunasárið og vafið laust um til þess að sprengja ekki blöðrur, sem kunna að hafa myndazt. Brunasmyrsl (sulfanilamidi) er notað við alls konar bruna á hörundi, og er oftast heppilegt að bera það í sáragrisju (beint úr túpunni), sem síðan er lögð að brunasárinu. Forðizt að láta egg, hveiti, grænsápu eða þvílíkt næst brunasárum. Það er trú margra, að slíkt sé gott, en er hið mesta hindurvitni. Joðbenzín er notað til þess að hreinsa í kringum sár. Minnizt þess, að það getur verið eins nauðsynlegt að hreinsa vel í kringum sárið, eins og að hreinsa sjálft sár- ið. Joðbenzín má einnig nota til þess að hreinsa grunnar skeinur og þvo stungur eftir vír eða nagla. Sáravatn er mjög sótthreinsandi vökvi, sem nú er mikið notaður við sáraaðgerð. Ef þið sjáið óhreinindi í skurði eða sári, ekki mjög djúpu^þá vætið grisjubút í sáravatni og veiðið óhreinindin upp með léttum og liprum handtökum. Hellið síðan litlu af vökvanum í sárið, eða látið að þvi hreinar umbúðir, sem lagðar eru næst sarinu og vefjið síðan með grisjubindi. Minnizt þess að gæta ávallt hins ýtrasta hreinlætis, þeg- ar þið handleikið sár og sáraumbúðir. Þvo- ið ykkur rækilega um hendurnar. Þegar bæði joðbenzín og sáravatn er við höndina, er óþarfi að nota joðáburð, enda miklu vand- farnara með hann. Tanndropar eru notaðir við sárum verkj- um í holum tönnum. Er þá venjulega bóm- ull vætt í dropunum og sett ofan í tann- holuna með eldspýtu. Kamforudropar er örvandi lyf, sem notað er við köldu, slappleika o. fl. Gefnir eru inn 20—30 dropar í ögn af vatni eða í sykurmola. Verk- og vindeyðandi dropar eru notaðir við sárum magaverkjum, einnig 20—30 dropar. Asperín er notað við höfuðverk, hita, gigtarverkjum o. fl. Venjulega eru fullorðn- um mönnum gefnar tvær töflur, en ungling- um 1 tafla. FORELDRABLAÐIÐ 19

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.