Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 24

Foreldrablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 24
NÝ BÓK: Fyrstu árin i Handbók um barnauppeldi og sálræna meðferð barna. Þessi bók, sem er eftir einn kunnasta sálfræðing Bandaríkjanna, John B. Watson, prófessor, hefur nú verið þýdd á íslenzku af dr. Símoni Jóh. Ágústssyni. Dr. Símon ritar formála fyrir bókinni og segir þar m. a.: „Bókin varpar nýju ljósi á sálarlíf harna og veitir mörg ágæt ráð um upp- | eldi þeirra. Kaflarnir um hræðslu barna og reiði eru t. d. stór- merkilegir og hafa orðið almenningi til gagns og skilningsauka. Wat- son ritar ljóst og alþýðlega. Hann er hvorki myrkur í máli né hrædd- ur við að halda skoðunum sínum fram. Hefur hann því í einu aflað ! sér margra aðdáenda og orðið mörgum hneykslunarhella. Má gera ráð fyrir, að bókin veki athygli hér sem annars staðar og verði mikið lesin.“ Fæst hjá hóksölum. ekkert af því. Við megum ekki vera sem eins konar hækja ,er barnið styður sig við í tíma og ótíma. Slíkt veikir skaphöfn barns- ins, rýrir getu þess og möguleika. Það verð- ur minna úr því en efni standa til. I þessu sambandi vil ég leyfa mér að skýra frá atviki, sem kom fyrir í byrjenda- bekk mínum um daginn. Ég var að prófa telpu í því, er ég hafði sett henni fyrir að lesa heima. Hún kvaðst ekki hafa lesið allt, og ég spurði hana, hvers vegna hún hefði ekki gert það. „Mamma hafði ekki tíma til að lesa með mér,“ svaraði telpan. „Já, en góða mín, hún mamma þín þarf ekki og á ekki að lesa með þér. Þú ert svo dugleg.“ Þessu trúði telpan ekki, fyrr en ég lét hana lesa kafla, sem hún hafði ekki lesið áður, og gekk það vel. Síðan skrifaði ég nafn hennar á töfl- una fyrir dugnað, og hún fór brosandi í sæti sitt og sagðist framvegis ætla að lesa „alein“ heima. Þetta er eitt dæmi af ótal, þar sem for- eldrar veita börnum sínum ofhjálp, sem dregur úr dug þeirra og trú á eigin getu. Ekki er óhugsandi, að lítill árangur, sem foreldrar eru að vonum óánægðir yfir, eigi stundum rætur í ofhjálp á heimili barns- ins, þótt sú sé ekki ávallt orsökin, síður en svo. Getan er misjöfn, áhuginn misjafn, að- stæður misjafnar o. s. frv. En hver sem orsökin er, ættu foreldrar og kennarar að hafa samband sín á milli. Með því móti má hezlt vænta úrbóta á því, sem miður fer á báða bóga. Nokkuð ber á flámæli og latmæli sem fyrr, og er hvort tveggja erfitt viðureignar. Vildi ég því leyfa mér að benda foreldrum á, hve afarmikilvægt það er, að vandað sé 22 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.