Foreldrablaðið - 01.03.1945, Side 25

Foreldrablaðið - 01.03.1945, Side 25
Heilbrigt líf 4. árg. 3—4 hefti er fyrir stuttu komið út. I þetta hefti skrifar Vilmundur Jóns- son landlæknir stórmerka grein er hann nefnir: „Heilsuvernd á Islandi.“ I greininni farast honum meðal annars orð á þessa leið: „Staðgóð alþýðufræðsla og heilbrigt þjóðaruppeldi með sérstöku tilliti til hleypdiómalausrar heilbrigðisfræðslu mætti sem bezt til fyrsta lestrarnáms barnsins. A það verður aldrei lögð of mikzl áherzla. Engum, sem ekki talar skýrt og er laus við flámæli, ætti að leyfast að kenna lest- ur. Og foreldrar ættu að stuðla að hreinum framburði hjá börnum sínum með því að tala skýrt sjálfir og leggja niður tæpitungu- framburðinn, sem mörgum hættir til að nota við börn, einmitt er sízt skyldi, meðan þau eru að læra að tala. Barnið verður að venjast skýrum og óbjöguðum framburði frá byrjun, þá mun það líka tala skýrt, og þá veitist því mun auðveldar að skrifa rétt. Það mun fátítt, að saman fari leikni í rétt- ritun og þvoglulegur framburður. Ég hef áður í Foreldrablaðinu minnzt á sælgætið, sætu kökurnar og gosdrykkina, sem ótrúlega mörg börn koma með í skólann. I vetur ber líka talsvert á hinum nýja svaladrykk*), „Coca Cola.“ A hverri *) Hér bregður líka fyrir nýjum drykk, sem nefndur er „Pepsi Cola“. Honum er talið það tií ágætis, að í hverri flösku séu 30 mg. kaffein. Merkilegt, að framleiðendur skyldu ekki reyna að „slá Coca Cola út“ og hafa kaffein-innihaldið 50 mg. Báðir drykkirnir eru að sögn eftir amerísk- um forskriftum. Hef heyrt, að þeir séu bannaðir börnum þar. ekki sízt verða merkur þáttur almennrar heilsuverndar. Barátta lækna við sjúkdóma og hvers konar aðhlynning sjúklinga er engan veginn jafn óskyld þeirri viðleitni að tryggja heilbrigði hinna heilbrigðu, sem oft er látið í veðri vaka. Er þetta og ekki vefengt af nein- um, þegar til er að dreifa næmum sjúk- dómum, sem unnt er að beita virkum sótt- flösku stendur, að drykkurinn innihaldi 40 mg „kaffein." Ætla verður, að þetta sé talið drykknum til gildis, varla auglýst ella á hverri flösku, nema vera eigi til varnaðar, þar sem læknar og heilsufræðingar segja, að „kaffein“ veikli taugakerfið og hjarta og valdi svefnleysi og meltingaróreglu. Vilja ekki foreldrar taka höndum saman við kennara til að byggja fyrir, að börn komi með slíka drykki í skólann fremur en mjólk? Væri ekki líka hyggilegt að sameinast gegn vínarbrauðafaraldrinum og neyzlu annarra sætra brauða. Að vísu er börnunum vork- unn, ef þau eru vön slíku góðgæti á heima- borðum. En öll munum við þó sammála um, að annað sé vaxandi æsku hollara og heillavænlegra til þroska og þróttar en sæt- ar kökur og Coca Cola. Augljóst er og, að einhverjar alvarlegar veilur eru í lifnaðar- háttum okkar, ella væru ekki öll sjúkrahús full og yfirfull af fólki á bezta aldri. Við þekkjum ekki allar orsakir þess. En þær veilur, sem við vitum um, ber okkur ekki að vernda og viðhalda, heldur uppræta, hverjar sem þær eru. Ef við sameinumst um að reyna að skapa bernsku og æsku skilyrði til að öðlast heil- brigða sál í heilbrigðum líkama, þá höfum við gert skyldu okkar við framtíðina, ella ekki. FORELDRABLAÐIÐ 23

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.