Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 11

Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 11
borgarfólksins) sem mótast af þessari listgrein, sem orðið hefur að feikilegri stóriðju. Andleg heilsa heilla þjóða er nú undir því komin, í hvílíkum niæli tekst að skapa kvikmyndamennt me'Sal þeirra. Þrátt fyrir þetta höfum vér ekki verið oss meðvitandi þess, hve ábyrgð- arlaus og hættuleg vankunnátta vor í þessari grein hefur verið. Hvers vegna fer ekki fram nein kennsla í því, hvern- ig maSur á aS horfa á kvikmynd? Menn eru nú farnir að leggja þjóðfélagslega mælikvarða einnig á sviði menningar. En engir virðast fást til þess að veita því eftirtekt, að kvikmyndafagurfrceSi fyrirfinnst hvergi meðal vísindagreina þeirra, sem ala menn upp í skiln- ingi á list. Við akademíur vorar hafa bókmenntir og allar aðrar hefðbundnar listgreinar sínar deildir. Hin nýja listgrein, kvikmyndin, hefur enga. (Árið 1947 var kvikmyndamaður í fyrsta sinn kjörinn í frönsku akademíuna.) f háskólum vorum er kennt í bókmennt- um og öllum gömlu listgreinunum. En enginn minn- ist á kvikmyndir. í Praha var árið 1947 opnaður hinn fyrsti almenni listaháskóli, sem auk myndlistar, tón- og leiklistar einnig setti kvikmyndafræði upp sem jafnréttháan aðila. Og í skólabókum vorum fyrir gagn- fræðaskóla er rætt um allar listgreinar, en rétt að- eins nefnt kannski, að kvikmyndin sé til. Milljónir manna stúdéra bókmennta- og mvndlistarfagurfræði, án þess að notfæra sér nokkurn tíma kunnáttu sína, án þess að líta nokkurn tíma í bók eða skoða málverk. En á hverju kvöldi fara kannski þessar milljónir á bíó, í fáfræði sinni leiksoppar hvers kyns loddara. Enginn hefur kennt þeim, hvernig á að horfa á eða dæma um kvikmyndir. Til er reyndar fjöldi kvikmyndaskóla. Enda neitar því enginn, að kvikmyndafræðin sé nauðsynleg og hugtæk — sérfræðingum í greininni. í París og Lond- on er sem óðast verið að stofna vísindafélög og stofn- anir, sem leggja stund á „filmologi.“ Hins vegar hef- ur það ekki fest rætur í vitund, almennings, að hér er ekki um að ræða þrönga sérgrein, fárra fagmanna, heldur menningar og menntunartæki, er varðar hvern einstakling, opinberar stig siðmenningar og stendur í ákveðinni víxlverkan við virðingu mannsins. Sá, sem ekki hefur kattarvit á bókmenntum og tónlist. telst ekki siðmenntaður maður. Ef hann hefur aldrei heyrt Beethoven eða Michelangelo nefnda, hrista hinir menntuðu höfuðið. En þótt hann sé algerlega fáfróð- ur um kvikmyndalistina, hafi aldrei heyrt David Griffith eða Asta Nielsen nefnd, getur hann mætavel talizt menntaður og jafnvel notið hins mesta álits sem slíkur. Hann kemst vel af án þess að hafa minnstu „THE LAVENDEU HIIJL MOB“ er mcð afbrÍKSnm fyndin mynd. Alec Guinness (sem menn minnast scm Fasin í Oliver Twist) lcikur aðallilutverkið (t. h.). hugmynd um þessa listgrein, sem þó er viðurkennd þýðingarmest allra. Það er knýjandi krafa hins heilbrigða brjóstvits og sjálfrar menningarsögunnar, að kvikmyndasmekkur fólksins þroskist, svo að hann síðan geti ákveðið far- vegi þessarar listar, sem hefur svo mikil áhrif á smekk fjöldans. Á meðan þetta listform ekki er skyldu- grein við háskóla og lægri skóla, erum vér oss ekki meðvitandi um mikilvægasta viðburð aldar vorrar á, sviði þróunarmöguleika mannsins. Hér er ekki aðeins urn að ræða skilning á listgrein, sem þegar hefur slilið barnsskónum, heldur ennfrem- ur um framtíðarörlög listgreinar. Þau ákvarSast af þekkingu vorri á eSli hennar. Vér erum ábyrgir fyrir gæðastigi hennar. Því að það er menningarsögulegt lögmál, að list og menntun hafa víxláhrif sín á milli. Listin þroskar smekk almennings. Fágaður smekkur leitaði eftir og skapaði möguleikana fyrir hinni æðri list, sem síðan hefur svo aftur lyft mannkyninu til æðri skilnings á list. Um kvikmyndiná á þetta við í ríkara mæli en nokkra aðra list- grein. Því að vér getum hugsað oss listamann, sem er á undan sínum tíma, er hann situr ein- mana í herbergi sínu og skrifar bók, málar mvnd eða semur tón- verk, sem fer fyrir ofan garð og neðan hjá samtíðarmönnum hans, en eftirlifendur hans, menntaðri kynslóðir síðari alda, hrífast af Hér er loksins mynd af Vittorio de Sica, höfundi „Xteiðhjólahjófsins/*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.