Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 37

Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 37
NVILLIAM SAIÍOYAN : Kirkjusöngvararnir — SMÁSAGA — Ein af hinum mörgu furftum og dásemdum lands vors er lipurS þjóðar vorrar að snúast frá einum átrúnaði til annars eða hlaupa frá almennu trúleysi í fang fyrstu kreddu sem á vegi hennar verður, án þess nokkuð sérstakt virðist unnið eða glatað, og er jafn Sak- laus cftir sem áður. Sjálfur er ég til dæmis borinn til kaþólskrar trúar einskonar, þótt eigi væri ég skírður fyrr en ég var orðinn þrettán vetra. Prestin- um likaði þetta stórum illa, ég man það eins og það hefði skeð f gær, og spurði hann því aðstandendur mína hvort þeir væru vitlausir, en þeir svöruðu: Við höfum verið f burtu. Þrettán ára og ekki farið að skíra hann! æpti prestur. Hvers- konar manneskjur eruð þið eiginlega? Melík frændi minn varð fyrir svörum: Við erum aðallega landbúnaðarþjóð, enda þótt snillingar hafi einnig verið vor á meðal. Þetta var laugardagskvöld. Athöfnin stóð ekki nema í sjö mínútur, en mér var ómögulegt að verða nokkurrar breytingar var eftir skirnina. Jæja, sagði amma, þá er nú búið að skíra' þig. Skánar þér nokkuð? Ég geri ráð fyrir að rétt sé ég segi frá því til skýringar að nokkra undanfarna mánuði hafði mér fundizt ég vera gáfaður, og amma hafði þessvegna álitið að ég væri haldinn einhverjum dularfullum sjúkdómi og væri að verða brjálaður. Ég held ég sé þetta við sama, sagði, ég. Og trúirðu núna? kallaði hún. Eða ertu enn með efasemdir? Ég get hæglega sagt ég trúi, sagði ég, en ef satt skal segja veit ég það ekki fyrir víst. Auðvitað langar mig að vera kristinn. Ilana, trúðu þá bara, sagði amma mín, og hugsaðu um það sem þú átt að gera. En starf mitt var bæði kyndugt og ótrúlegt. Ég söng f drengjakórnum i Öldungakirkjunni i Túlarastræti. Fyrir þetta fékk ég einn dollara á viku hjá roskinni kristinni konu að nafni Balæfal, og bjó hún í sorg og einveru í litlu mosavöxnu húsi rétt hjá húsinu þar sem vinur minn Pandró Kolkuson átti heima. Pilti þessum lá nokkuð hátt rómur eins og mér. Það er að segja, okkur var nokkuð tamt að bölva — í mesta sakleysi vitan- lega —, en þetta hryggði ungfrú eða ftú Balæfal svo mjög að hún reyndi allt hvað af tók að frelsa sálir okkar áður en það yrði um Seinan. En frelsuu var atriði sem ég að minnsta kosti hafði enga ástæðu til að vera andvigur. Úngfrú Balæfal (ég ætla að kalla hana ungfrú hér eftir, af því að hún var áreiðanlega ógift á meðan ég þekkti hana og vegna þess að ég veit ekki til að hún hafi gifzt nokkurn tima, eða nokkru sinni látið sér það til hugar koma, eða hvort hún var nokkurntíma ástfangin — en þá auðvitað á yngri árum, og efalaust af einhverjum léttúðar- segg sem hefur þá hlaupizt frá hcnni) — ungfrú Balæfal, eins og ég var að segja, var menntuð kona sem las ljóðmælii Róberts Bránings og annarra skálda og var ákaflega viðkvæin kona. Henni var því allajafna nóg boðið þegar hún kom út á hlaðið og heyrði í okkur orðbragðið, og þegar mælirinn var fullur hrópaði hún: Drengir, drengir. Þið megið ekki saurga móðurmálið. Pandró Kolkuson virtist í aðra röndina vera einhver hinn ófyrirleitnasti piltur i víðri veröld, en í hina einhver sá hæversk- asti og hugulsamasti drengur sem völ var á, og það var vegna þeSsara mannkosta sem mér þótti svo Vænt um hann. Já, ungfrú Balæfum, sagði hann. Balæfal, leiðrétti ungfrúin. Komið þið hingað. Báðir tveir. Við fórum til ungfrú Balæfal og spurðum hvers hún óskaði. Hvers óskið þér, ungfrú Balæfum? mælti Pandró. Ungfrú Balæfal fór ofan í pilsvasa sinn og dró upp þaðan stafla af ritlingum og rétti sinn bæklinginn hvorum okkar án þess að líta á þá. Minn hét Endurlausnin, Saga ofdrykkjumanns. Pésinn sem Pandró fékk hét Loksins jann ég jri'öinn, Saga of- drykkjumanns. Hvað á að gera við þctta? sagði Pandró. Ég vil þið drengirnir lesið þessa bæklinga og reynið að vera góðir, sagði ungfrú Balæfal. Ég vil þig hættið að bölva. Það stendur ekkert um bölv i þessari bók, sagði Pandró. LANDNEMINN 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.