Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 30
Hann átti heima
á loftinu,
lét sig dreyma og var kallaður
Spilltur drengur
Smásaga eítir Geir Kristjánsson
Einkasonur hjónanna á loftinu klemdi saman augun
og vildi ekki vakna.
Hann var að dreyma að hann væri yngsti sonur kon-
ungsins í Stóraríkinu og öllum þætti vænt um sig. Það
var þoka og næstum því myrkur, og þau höfðu öllsam-
an vængi eins og englar. Það voru krakkarnir á neðri
hæðinni og barnfóstran, sem alltaf sagði „mei“ í stað-
inn fyrir „nei“, þegar hún borðaði. Þau settust á síma-
vírana eins og fuglar, og þegar hann gat ekki flogið
jafn hátt og hin börnin, af því hann var vngstur, teygði
hún sig í áttina til hans og hjálpaði honum. Það þótti
öllum fjarska vænt um hann og voru góðir við hann,
því hann var yngsta barnið konungsins og hafði fal-
legustu vængina.
Hann hélt áfram að leika þennan leik í huganum eft-
ir að búið var að klæða hans og eftir að móðir hans
hafði sent hann út í það, sem hún kallaði „góða veðr-
ið.“ Hann álti prik og litaða tusku, sem hann sveiflaði
í loftinu, og hann flaggaði fyrir sjómanni, sem rölti
hérna heim á leið með kassann sinn.
— Fyrir hverju flaggar þú? kallar sjómaðurinn.
— Ég er að flagga fyrir þér, svarar hann, af þvi
það var það fyrsta sem honum datt í hug, og af því
hann vissi ekki að það væri siður að flagga fyrir ein-
hverjum sérstökum þó maður flaggaði.
— Þú ert sá fyrsti, sem gerir það, heillin, sagði þá
slöttólfurinn mæðulega og var horfinn fram hjá áður
en varði.
Þegar hann var þreyttur á að flagga, steig hann upp
í möskvana á vírnetinu, þangað til hann sá skipið á
höfninni.
Það var útlent með rauðum stromp, og hann hafði
fengið að fara fram að því með pabba sínum, þegar
lýsistunnurnar voru teknar, og séð skeggjaða menn,
sem hölluðu sér fram á borðstokkinn og spýttu í sjó-
inn. Annars voru svona skip ekki eins voðalega stór og
hann hafði ímyndað sér á meðan hann var lítill og
horfði á þau úr fjörunni. Það var í fjörunni, sem ])abbi
hans bræddi lifrina og þar voru grútarþrærnar, steypt-
ar niður í sandinn. Þegar þær voru tómar, lék hann
sér að því að hóa niður í þær og hlusta á, hvernig
hljóðið skoppaði á milli veggjanna. Honum var sagt að
þær væru botnlausar, þegar hann var lítill, en seinna,
þegar þær stóðu tómar, hafði hann kastað niður í þær
steinum og fundið botninn. Þá skoppaði hljóðið líka á
milli veggjanna alveg eins og þegar hann hóaði, og
það var steinsteypa í botninum.
— Hver hefur leyft þér að klifra í vírnetinu hans
pabba?
Það var Baddi, sem kallaði fyrir aftan hann.
Krakkarnir á neðri hæðinni voru komnir út og farn-
ir að leika sér með þríhjólið. Hann hafði einu sinni
fengið að prófa það hjá þeim, þegar hann gaf þeim
bátinn sinn. Það var lítill árabátur, sem frændi hans
hafði tálgað, og hallaðist á hliðina ef hann var settur
í vatn. Annars var svona þríhjól, sem enginn mótor var
í, ekki neinn almennilegur bíll. Sjálfur ætlaði hann
að smíða sér alltöðruvísi bíl, bíl, sem væri hægt að
keyra uppímóti og gengi fyrir vatni af því það kost-
aði ekkert. Þá mundu krakkarnir á neðri hæðinni elta
hann í halarófu lil að fá að koma í bíltúr og kannski
bjóða honum þríhjólið í staðinn. Þá mundi hann þurfa
að búa til veg á túninu og setja brú yfir lækinn og
negla plánkana fasta í jörðina.
— Það er bannað að klifra í girðingu pabba míns!
Baddi, sem var elzlur, var farinn að hrista vírnet-
ið eins og hann héldi að hann mundi detla og gæti ekki
haldið sér í staurinn.
Hann vissi að Baddi var sterkari, því þeir höfðu
slundum flogizt á, og einu sinni hafði hann klórað hann
124 LANDNEMINN