Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 44

Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 44
— Jútakk, sagði ég aftur, því ég var hálffeiminn. Svo þagði gamli maðurinn. Hann lét pokann sinn aftur undir koddann með fumlausum handtökum, eins- og þetta væri merkileg athöfn og tilheyrði sköpun heimsins. Svo þagði hann og starði útí loftið eins og nú væri hann feiminn við mig. Við vorum einsog tveir ferðalangar sem mætast í mörkinni, langar til að talast við, segja vinarorð, vera uppörvandi, en geta það ekki vegna þess, hve lítið þeir þekkja til hugsana hver annars. Hann horfði útí loftið — og var gamall maður á kvisti, — og þekkti eftilvill enga. Ég bruddi kandís- inn hans — og var lítill strákur sem hafði ekki vit á neinu, ekki einusinni spánarstriðinu eða fiskiríinn. — Bráðum koma jólin, sagði ég svo, rétt til að segja eitthvaÖ. Það var einsog öldungurinn hefði 'ekki átt von á ég ávarpaöi hann, og það var einsog hann hrykki við. — Já, já, bráSum koma nú jólin blessuð, sagði hann. Og aftur þögðum við. Kannski talaði hann sialdan við fólk, og þá helzt um tóbak, eftilvill kunni hann ekki að tala við litla stráka sem hlaupa á götunni, en hann með prik sitt hrasandi. En ég sagði: — Skyldu jólasveinarnir ekki fara að koma? Gamlinginn brosti við: —■ Jú, drengur minn. Ætli þeir fari nú ekki að láta sjá sig, piltarnir þeir. Hann þagnaði, en bætti svo við. Og blessað huldufólkið og álfarnir. Það er nú vant að láta á sér bera um jólin og nýárið. 0 það er nú það. Og áður en ég vissi af vorum við komnir í hrókaræð- ur um huld.ufólk og jólasveina, jafnvel útilegumenn. Níels kunni sögur. Hann sagði mér frá ýmsum skrítn- um körlum og kerlingum, — og álfarnir væru svosem ekki alveg hættir að sjást ennþá, hann hélt nú ekki. Klukkan var orðin tíu, þegar ég kom heirn um kvöld- ið, kandísinn löngu búinn, og ég fékk skammir, en tók þeim méð þöglu umburðarlyndi, einsog þeir gera sem eiga leyndarmál. Ég var tíður gestur á kvistinum hjá Níelsi gamla eft- ir þetta. Við urðum vinir þrátt fyrir aldursmuninn. Níels áttí enga ættingja og fáa kunningja. Hann var fæddur uppvið fjöllin, þarsem útilegumennirnir og jólasveinarnir búa, og þar halda álfarnir þing —, skar nú tóbak í nefið á sjóurunum á mölinni, — og það var hans ánægja að tala um vætti Islands. Hann þekkti Gretti Ásmundarson gjörla — og trúði á sólina. Allt- af var allt í sömu skorðum í herberginu hjá Níelsi. Og það var erfitt að hugsa sér það öðruvísi en það var. Ég sat við fætur hans og hlýddi á sögur hans, meðan tóbaksjárniö skar bitana öruggt og rólega einn eftir annan. — Hefurðu aldrei átt konu? vogaði ég mér einusinni að spyrja. Öldungurinn pírði örlítið, leit síðan á mig: — Átt konu, svaraði hann. Það er nú það. Það er nú allt eftir við hvað er átt með því. En ég hef aldrei verið kvæntur. Og brosti. — Nú, sagði ég. Hann.var einsog rödd íslands. Nei, hann hafði aldrei átt konu. í æsku hafði hann veriö á flækingi. Lausaleiksbarn var hann, það var svo sem ekki því að leyna. Móðirin dáin fyrir hans mitini. Hafnaði síðan á bæ hjá hreppstjóra nokkrum. Það var mikil jörð, höfuðból. Átti þar glaðar stundir með dótt- ur hans gjafvaxta, en hann var látinn fara, þegár ávöxtur þeirra ánægjustunda kom í ljós, og hrepp- stjóradóttirin drifin í hjónasængina með jarðeigenda einum fertugum þar í dalnum. Þá hafði hann sex um tvítugt. Tók saman pjönkur sínar og réðist sem land- maður í verstöð. Og það var nú hérna. Hafði ékkert frekar heyrt af ástmey sinni, þvísiður unganum, en skar hinsvegar í nefiÖ fyrir þá sem vildu og drakk svart kaffi á mölinni, bráðum sjötugur. — Þetta var nú hans saga, hvorki mikil né merkileg, nei, en hann hafði ekki undan neinu að kvarta utan gigtarskrattanum. — En hvaða stóra bók er þetta þarna ó hillunni þinni? spurði ég. Er það biblían? — Ó nei, drengur minn. Það er ekki þvílíkur hé- gómi, nei, það er sagan af Brennunjáli og aftan við hana Grettissaga. Það hefur verið mín lesning ö]I þessi ár. — Ekki hefúrðu þó allar álfasögurnar þaðan? spurði ég. Hann kvað nei við. En það hafði verið gömul kona, Guðbjörg hét hún víst sem hafði sagt honum fjölda æfintýra og sagna í rökkrinu fyrir 60 árum. Það var nú það. Og hann hafði svo rifjað þetta upp við vinnu sína, bæði í sveitinni og líka eftir að hann kom á möl- ina. Það hafði verið gæðakona, Guðbjörg, dó úr brjóst- veiki. Þegar ég var á ellefta órinu fluttum við búferlum í annan landsfjórðung. Ég saknaði félaga minna, en þó var kannski leiðast að skiljast við gamlingjann á kvist- inum. Ég var kominn undir tvítugt, þegar ég kom að nýju á bernskustöðvar mínar. Ég spurðist fyrir um Níels. — Jú, svaraði fólk. Hann sker ennþá. Ekki ber á öðru. Og þegar ég barði að dyrum á kvistinum hjá honum 138 LANDNEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.