Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 13

Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 13
gömlu kúrekahetju Ramon Novarro, sem einnig er með í myndinni. Næstu mynd hans, „Asphalt Jungle“ (1950). hef ég ekki séð, en gagnrýnendur láta allvel af henni. Með sérstakri eftirvæntingu bíður maður síðustu myndar hans, sem alveg nýlega er komin á markað- inn í Bandaríkjunum, „The Red Badge of Courage,“ sem er gerð eftir hinni heimsfrægu, samnefndu skáld- sögu Stephen Cranes. Bandaríska vikublaðið „Time,“ sem yfirleitt birtir heiðarlega og nokkuð ábvggilega kvikmyndagagnrýni, skrifar, að þetta sé „einhver bezta striðskvikmynd, eem nokkru sinni hefur verið gerð(‘ og heldur áfram: „Raunveruleg hetja myndarinnar er sjálfboðasveit frá Ohio, sem þrammar af stað útí fyrstu orustu sína í þrælastríðinu, búin alvæpni. und- ir blaktandi fánum, við trumbuslátt og í skínandi her- göngubúningum. Hin miklu áhrif myndarinnar felast í andstæðunum milli þessarar glæstu sýningar og hinna óttaslegnu og örþreyttu æskumanna', sem láta lífið á vígvellinum.“ — Ef Huston hefur raunverulega tek- izt að gera eins góða kvikmynd og „The Red Badge of Courage“ er góð skáldsaga, hefur hann skipað sér varanlegan sess meðal hinna beztu leikstjóra. Lýsing þessarar bókar á hugsunnm æskumanns í fremstu víg- línu, er nefnilega eitthvað hið snjallasta, sem til er af því tagi í heimsbókmenntunum — enda þótt Step- hen Crane hefði sjálfur aldrei verið í stríði! Enski kvikmynda- og myllujöfurinn J. Arthur Rank ætlaði að slá Hollywood út í sérgreininni: léttum skraut-, dans-, músíkk og litmyndum, með ofsalega launuðum stjörnum og skipulögðum auglýsinHahern- aði. Hann reisti sér hurðarás um öxl og tapaði fé svo milljónum sterlingspunda skipti. Ný bardagaaðferð hefur verið tekin upp í herbúð- um hans og árangurinn er prýðilegur: „The special- ized film.“ Þ. e. í stað landfærðilega óákvarðanlegra myndá: myndir, sem í eðli sínu eru óafmáanlega brezkar og gætu hvergi verið framleiddar nema í Englandi; myndir barmafullar af brezkri kímni og sniðugheitum; ódýrar myndir, sem láta lítið vfir sér, tilgerðarlausar og traustar. Fjöldi slíkra mynda liefur komið á markaðinn síðustu árin. Menn veiti því athygli, að flestar þeirra koma frá ákveðinni deild Ranksamsteypunnar, Ealing Studios og bera nafn hins þaulreynda kvikmyndamanns Sir Michaels Balcons, sem veitir forstöðu framleiðslunni í Ealing Studios. Meðal þeirra má nefna hina óviðjafnanlega fyndnu „Whisky Galore,“ (Wliisky-flóð, sýnd fyrir skemmstu í Tjarnarbíói við miklá aðsókn), „Passport to Pimp- )ico,“ „The Blue Lamp,“- „The Dansce Hall,“ „The Magnet“; hina sprerighlægilegu og gagnbrezku „The Lavender Hill Mob,“ með þúsundþjalasriiiðnum Alec Guinness í aðalhlutverkinu; ennfremur hiná spenn- andi glæpamynd „Pool of London“ og gamanmynd- ina „The Man in the White Suit,“ einnig með Alec Guinness í aðalhlutverki. Með þessari nýju leið hefur tekizt að bjarga brezka kvikmyndaiðnaðinum — a. m. k. Rank-samstevpunni — frá gjaldþroti því, sem yfir vofði um tíma. Þessar týpísku brezku myndir hljóta hvarvetna miklar vinf- sældir. Það er nefnilega einu sinni svo, að Hollywood er hinn ókrýndi meistari í léttum músíkk- og dans- myndum, „salongkómedíum“ og „wild-west myndurn.1' En hins vegar eru ótæmandi möguleikar fyrir smærri kvikmyndaþjóðir að nýta sín þjóðlegu einkenni á hinu hvíta lérefti. Þetta er leyndardómurinn við hinn góða árangur Sir Michaels Balcons og samstarfsmanna hans. Sigurftur Blöndai. LANDNEMINN 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.