Landneminn - 01.12.1951, Síða 13

Landneminn - 01.12.1951, Síða 13
gömlu kúrekahetju Ramon Novarro, sem einnig er með í myndinni. Næstu mynd hans, „Asphalt Jungle“ (1950). hef ég ekki séð, en gagnrýnendur láta allvel af henni. Með sérstakri eftirvæntingu bíður maður síðustu myndar hans, sem alveg nýlega er komin á markað- inn í Bandaríkjunum, „The Red Badge of Courage,“ sem er gerð eftir hinni heimsfrægu, samnefndu skáld- sögu Stephen Cranes. Bandaríska vikublaðið „Time,“ sem yfirleitt birtir heiðarlega og nokkuð ábvggilega kvikmyndagagnrýni, skrifar, að þetta sé „einhver bezta striðskvikmynd, eem nokkru sinni hefur verið gerð(‘ og heldur áfram: „Raunveruleg hetja myndarinnar er sjálfboðasveit frá Ohio, sem þrammar af stað útí fyrstu orustu sína í þrælastríðinu, búin alvæpni. und- ir blaktandi fánum, við trumbuslátt og í skínandi her- göngubúningum. Hin miklu áhrif myndarinnar felast í andstæðunum milli þessarar glæstu sýningar og hinna óttaslegnu og örþreyttu æskumanna', sem láta lífið á vígvellinum.“ — Ef Huston hefur raunverulega tek- izt að gera eins góða kvikmynd og „The Red Badge of Courage“ er góð skáldsaga, hefur hann skipað sér varanlegan sess meðal hinna beztu leikstjóra. Lýsing þessarar bókar á hugsunnm æskumanns í fremstu víg- línu, er nefnilega eitthvað hið snjallasta, sem til er af því tagi í heimsbókmenntunum — enda þótt Step- hen Crane hefði sjálfur aldrei verið í stríði! Enski kvikmynda- og myllujöfurinn J. Arthur Rank ætlaði að slá Hollywood út í sérgreininni: léttum skraut-, dans-, músíkk og litmyndum, með ofsalega launuðum stjörnum og skipulögðum auglýsinHahern- aði. Hann reisti sér hurðarás um öxl og tapaði fé svo milljónum sterlingspunda skipti. Ný bardagaaðferð hefur verið tekin upp í herbúð- um hans og árangurinn er prýðilegur: „The special- ized film.“ Þ. e. í stað landfærðilega óákvarðanlegra myndá: myndir, sem í eðli sínu eru óafmáanlega brezkar og gætu hvergi verið framleiddar nema í Englandi; myndir barmafullar af brezkri kímni og sniðugheitum; ódýrar myndir, sem láta lítið vfir sér, tilgerðarlausar og traustar. Fjöldi slíkra mynda liefur komið á markaðinn síðustu árin. Menn veiti því athygli, að flestar þeirra koma frá ákveðinni deild Ranksamsteypunnar, Ealing Studios og bera nafn hins þaulreynda kvikmyndamanns Sir Michaels Balcons, sem veitir forstöðu framleiðslunni í Ealing Studios. Meðal þeirra má nefna hina óviðjafnanlega fyndnu „Whisky Galore,“ (Wliisky-flóð, sýnd fyrir skemmstu í Tjarnarbíói við miklá aðsókn), „Passport to Pimp- )ico,“ „The Blue Lamp,“- „The Dansce Hall,“ „The Magnet“; hina sprerighlægilegu og gagnbrezku „The Lavender Hill Mob,“ með þúsundþjalasriiiðnum Alec Guinness í aðalhlutverkinu; ennfremur hiná spenn- andi glæpamynd „Pool of London“ og gamanmynd- ina „The Man in the White Suit,“ einnig með Alec Guinness í aðalhlutverki. Með þessari nýju leið hefur tekizt að bjarga brezka kvikmyndaiðnaðinum — a. m. k. Rank-samstevpunni — frá gjaldþroti því, sem yfir vofði um tíma. Þessar týpísku brezku myndir hljóta hvarvetna miklar vinf- sældir. Það er nefnilega einu sinni svo, að Hollywood er hinn ókrýndi meistari í léttum músíkk- og dans- myndum, „salongkómedíum“ og „wild-west myndurn.1' En hins vegar eru ótæmandi möguleikar fyrir smærri kvikmyndaþjóðir að nýta sín þjóðlegu einkenni á hinu hvíta lérefti. Þetta er leyndardómurinn við hinn góða árangur Sir Michaels Balcons og samstarfsmanna hans. Sigurftur Blöndai. LANDNEMINN 107

x

Landneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.