Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 27
og þeir eru í fullu fjöri enn í dag, í siðmenningu vorra
tíma. Mars, sem haldinn er óslökkvandi þorsta í blóð
°g styrjaldir — hefjizt handa og steypið honum af
stóli! Og Mammon, sem að sínu leyti er jafn gullþyrst-
ur. — Kristur hefur sagt, að vér getum ekki bæði þjón-
að Guði og Mammon, en vér streitumst við það eftir
sem áður. En það mun ekki takast. Steypið þessum
tveimur ófreskjum af stóli, og þá mun kristindómurinn
eiga greiðari leið í Evrópu og Ameríku, og einnig í
Asíu og Afríku.
Jæja, vinir mínir, ég wna að ég hafi ekki sagt neitt
sem geti hneykslað yður. En ég vona, að ég hafi sagt
eitthvað, sem hafi vakið hjá yður furðu, og ef til vill
gert yður svo lítið hverft við. En ég neita að kasta mér
blindandi út í baráttu við kommúnisma og atheisma.
Vér verðum að gera hreint fyrir vorum eigin dyrum.
Ætlun mín er að renna skeið mitt á enda sem krist-
inn maður; og kristinn er sá, sem elskar og treystir,
vonar alt, trúir öllu, og bregzt ekki málstað sínum.
Þann veg vil ég ganga.
Það var undarlegur atburður, sem fyrir mig kom, ér
ég var ungur prédikari. Ég var þá að reyna að safna fé
til að fprða því, að kirkjan mín í Lethbridge yrði seld
af mönnum, sem hún var veðsett. Þegar ég hafði farið
um allt námasvæðið, og safnað dal á einum staðnum,
fimmtíu aurum á öðrum o. s. frv., þá kom ég loks þang-
að sem vélamanninn var að hitta. Ég gat ekki komið
auga á hann, og áður en ég var kominn til hans, tók
hann að bölva ósköpin öll. Hann sagði: „Yður þýðir
ekkert að koma hingað, herra minn. Ég er-guðleys-
ingi. Ég vil ekkert með yður hafa.“ „Gott,“ sagði ég
við sjálfan mig. Svo gekk ég beint inn og sagði: „Hvað
heitið þér?“ IJann sagði til nafns, og ég sagði: „Jack,
eruð þér virkilega guðleysingi?“ „Vissulega er ég
guðleysingi,“ sagði hann. „Gott og vel, sjáið þér
hérna,“ sagði ég og tók fram vasabókina mína. ,.Hér
hef ég náð í nöfn allskonar manna; sumir eru róm-
versk-kaþólskir, aðrir mótmælendur, enn aðrir tilheyra
engri kirkju; en ég hef ekki náð í einn einasta guðleys-
ingja, og mig langar til að hafa einn með.“ Hann fór
nú aftur að tvinna saman og kallaði mig ref; en hann
gaf mér fimm dali — og fimm dalir voru ekki litlir
peningar í þá daga.
Nei; ég myndi aldrei örvænta um guðleysingjann.
Ég vil gjarna ganga á liólm við hann, því að ég trúi
því, að kristin trú hafi eitthvað það í sér fólgið. sem
er miklu stærra en liingað til hefur verið leitt í ljós.
Það sem ég þrái, er að sjá kristindóminn í fullum
blóma sínum. Guð blessi yður, vinir mínir!
Þ. Vald. ísl.
/\ánahaugur
Djásnar á dumbraudum feldi
dagsólin kornung og hlý.
Lyftast í viSbláimans veldi
vœngsorfin morgunský.
Andvari flóa og fjarSar
fellur í himinlaug.
Daggperluþokan dylur
draumþungan Mánahaug.
Hérna var Hólmgöngu-Máni
heigSur aS fornum siS.
Víkingsins vígþyrsta eSli
véhelgi rauf og griS.
LagSi viS útnorSriö ástir
—: ísborgar hrímhvíta skin.
Undi viS lyngbeltuS lcyti
— Ijósgrama ilmandi vin
Frumbygginn fyrsti á Skaga
frœknasta orSstír sér vann.
Neisti af norrœnum málmi
nýskœr í œSunum brann.
Mundin á kófdrifnum knerri
kvikaSi gunnvön og sterk,
ögraSi nepjunnar nornum
— náboSans gínandi kverk.
Finn ég aS fjörbaugur þjóSar
er falinn í þessum liaug.
Rennur mér blóSiS til rifja.
Römm er sú fornhelga taug.
Gott vœri gulliS aS scekja,
er glóSi viS feSranna óS
á frelsisins frjóungu dögum
og fella þann góSmálm í IjóS.
Jónatan Jónsson.
LANDNEMINN 121