Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 21

Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 21
STEFÁN ÖGMUNDSSON: Tunga vor Rasmus Kristján Rask Þegar verðmæti eru í hættu, tökum við að meta gildi þeirra. Svo mun mörgum fara nú um þjóðleg verðmæti íslendinga og þá ekki hvað sízt þann gimsteininn, sem okkur er dýrmætastur — tungu vora. Á þeim tíma þegar íslenzk lunga var í hvað mestri hættu vegna yfir- ráða Dana á Islandi og þeirra málskemmda, sem danskan hafði unnið íslenzkunni, kom fram á sjónar- sviðið danski málfræðingurinn Rasmus Kristján Rask. Hann setti sér það verkefni að bjarga íslenzkri tungu og menningu frá glötun. Um Rask og íslenzkuna segir Björn M. Olsen í minningarræðu er hann flutti í tilefni aldarafmælis hans eftir áramótin 1888: „Rask gerir eigi minni byltingu í íslenzkri mál- fræði en Copernikus gerði í stjörnufræðinni, því að Rask skapar hina íslenzku málfræði frá rót- um. Þau rit, sem til voru um íslenzka málfræði á undan honum, hafa litla sem enga vísindalega þýðingu.“ Rasmus Kristján Rask var aðal hvatamaður og stofnandi Bókmenntafélagsins og fyrirrennari Fjölnis- manna á bókmenntasviðinu. Um það farast Birni M. Olsen svo orð: „Fjölnishreyfingin á að miklu leyti rót sína að rekja til Rasks. Það er margt skvlt með Fjöln- ismönnum og honum. Áhugi þeirra á viðreisn málsins og bókmenntanna er hinn sami og Rasks, og réttritunarnýmælin, sem Fjölnir kom með, eru beinlínis sprottin frá honum, þó að Fjölnir færi miklu lengra í þessu efni en Rask. Fjölnir er erfingi Rasks, líkt og Jón Sigurðsson og Félags- ritin nýju eru erfingjar Baldvins Einarssonar og Armanns á Aíþingi." Rasmus Kristján Rask kunni meira og minna í yfir 50 þjóðtungunni og er dómur hans um íslenzkuna einkar fróðlegur. Birtist ást hans á tungu vorri vel í bréfi einu, sem bann skrifaði Grími Jónssyni amtmanni á Möðruvöllum í janúarmánuði 1910. Þar í er þessi kafli: „Er þér líkið íslenzkunni í sínu núverandi á- standi við latínu fyrir nokkrum öldum síðan, þá gef ég yður öldungis rétt, en engan veginn er þér jafnið henni við dönskuna, því að hún var, áður en Holbergur ritaði, varla að álíta eins og tungumál, aldrei höfðu góSar bækur í nokkrum vísindum verið ritaðar á henni, hvorki í skáld- legri né sundurlausri ræðu. En íslenzkan hefur meira en hálfa þúsund vetra verið fullborið fóst- ur og jafnvel roskin mey, og er nú á dögum held- ur farinn að hníga af elli. Margir ágætir sagna- höfundar og forkostuleg skáld hafa ritað og kveðið á hana og jafnvel á seinustu dögum er sumt það ritað í fleirri vísendagreinum (búnað- arvísi og snotrum vísendum), er með góðum bæklingum má telia að mínum dómi . . . Það kalla ég aðal sérhverrar tungu, sem henni er einkum auðið fram yfir aðrar tungur í heim- inum. Svo held ég alls engin geti jafnazt við norrænu í tilliti til skáldskapar, þegar smekkfull skáld yrkja, og fáar kannske í krapt og jarfleik, þegar mælskumenn tala. Enska hefur sinn höf- uðríkdóm einkum til skarprar þenkingar og því næst til skáldskapar, franska til kurteisi, hæ- versku og blómsturlegrar mælsku. Nú kalla ég ]>að aðal íslenzkunnar að hafa hina framkosti (yfirburði) en vanta þessa, og er það sem mér sýnist hennar eðli. hvort sem það er fullkomleik- ur eða eigi. Þó hefur hún annan eiginleik LANDNEMINN H5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.