Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 45
7
Félagar!
★ Munið happdrætti okkar, Fylkingarhappdrættið!
★ Takmarkið er að selja alla miðana fyrir Þorláksmessu.
★ Þar með verður Æskulýðsfylkingunni tryggt það fjárhagsöryggi sem
gera mun henni kleift að efla stórum baráttu sína og útbreiðslustarf
meðal æskulýðsins.
★ Og þar með verða tryggðir möguleikar til að stækka blað okkar
LANDNEMANN, og koma útgáfu hans á öruggan grundvöll.
★ Lokasóknin er hafin!
★ Herðum hana og eflum eins og mögulegt er!
★ Þá mun Þorláksmessa færa ungum sósíalistum og þar með íslenzkri
æsku þann sigur sem úrslitaþýðingu mun hafa í baráttunni fyrir menn-
ingu og sjálfstæði íslands, frelsi og velmegun þjóðarinnar
Páli múrara, fannst mér ég knýja á dyr helgidóms, á
dyr íslands.
Ég bauð góðan dag.
Níels sat á rúmi sínu og skar tóbak. ÞaS voru sömu
öruggu hreyfingarnar, sama sefandi hljóSið. Og her-
bergið var nákvæmlega í sömu skorðum og þegar ég
drap þar á dyr í fyrsta sinn, eitt skammdegiskvöld fyr-
ir 12 árum.
Hann heilsaði mér innilega en æðrulaust og var sízt
hrörlegri.
— Þú hefur aldeilis tognað, drengur, sagði hann.
Rómur hans var alltaf jafnhlýr, en brothljóðið eftilvill
orðið enn greinilegra.
Ég bað leyfis að mega sitja á kollinum og hlýða á
hann einsog fyrrum. En þetta var áratug seinna, spán-
arstíð búið, líka heimsstyrjöld og nýsköpun, komin
Ameríka til íslands, dollarar, togleður, marglit háls-
bindi, atómstöð, sjálfstæði vort heimt — og týnt.
— Hvaða álit hefur þú á framtíðinni? spurði ég, og
sjálfstæði íslands? Heldurðu að verði atómstríð?
— íslendingar glötuðu ekki Njálu í sjö aldir, sagði
hann.
— Nú, hvað með það? spurði ég.
— Island getur ekki eyðzt, sagði hann. Það eru
vættir í fjöllunum, og á hverjum vetri dansa álfar á
glæru hjarni — í tunglsljósi. Atómsprengjur hafa ekk-
ert að segja. Ekki heldur Ameríka. Ekkert afl getur
sigrað ísland.
Og öldungurinn hóf sögur sínar. Þær voru um vætti
íslands, — einnig Njál og Gretti Ásmundarson.
Það var hásumar, glaðasólskin, vinna í fyrstihúsinu,
kliður í bænum. En ég sat inni á kvistinum hjá öld-
ungnum og lilýddi á rödd Islands.
---------Það er gamall maður með grátt skegg,
rauð augu, hlýjan málróm. Og neftóksjárnið sker bit-
ana rólega en öruggt.
24. nóv. 1950.
LANDNEMINN 139