Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 42

Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 42
landið í því skyni að kynna sér af eigin sjón og raun menntunaraðstæður stúdenta þar. Umsókninni var vita- skuld hafnað. Árið 1947 veitti hjálparsjóður sambands- ins stúdentum í sextán löndum fjárhagslega aðstoð í baráttu þeirra við nýlendukúgun og fasisma. Enn ber þess að geta að sambandið hefur verið aðili að öllum þremur mótum heimsæskunnar; í Prag 1947, í Búda- pest 1949, í Berlín í sumar. Og alls staðar hefur bar- áttan fyrir friði verið fyrst á dagskrá. Eða til hvers er að reisa borgir undir nýtt eyðingarstríð. Á fyrstu árunum eftir styrjöldina ríkti mikil ein- drægni innan þessara samtaka. En þegar kalda stríðinu var hleypt af stokkunum fyrir alvöru vestan við hafið fóru stúdentar heldur ekki varhluta af þeirri árás. Sam- bandið klofnaði, og stúdentasamtök átta landa gengu úr því, en það var raunar aðeins lítill hluti þeirra stúdenta sem voru aðilaf. Stúdentaráð Háskólans var svo óheppið að geta ekki í þessu tilefni lýst virkri sam- stöðu með „frjálsum þjóðum“ — því það gekk aldrei í stúdentasambandið. Hins vegar sendum við lýsi til pólskra stúdenta árið 1947, og áheyrnarfulltrúa átti Stúdentaráð á öðru þingi Alþjóðasambandsins í Prag í fyrrasumar. Hin tvö alþjóðlegu æskulýðssambönd: Alþjóðasam- band lýðræðissinnaðrar æsku, og Alþjóðasamband stúdenta, voru stofnuð eftir þjóðamorðið mikla. í raun og veru grundvölluðust þau á þeim skilningi að heimsstyrjöld mætti aldrei framar verða. Með vissum hætti mátti segja að Bandalag Sameinuðu þjóðanna væri alþjóðasamtök hinna fullorðnu um verndun og efling friðar og menningar. Hlutur æskunnar skyldi ekki eftir liggja. Þessi tvö sambönd eru einu heims- samböndin sem stofnuð hafa verið til að sameina æsk- una, sameina hana um raunhæf og aðkallandi verkefni. Skipulagning er nauðsynleg til að forða ógæfunni. Á þessari stundu væri okkur verðugt að hlýða löngum og ýtarlegum fyrirlestri um þessi samtök og verkefni þeirra. Ég hiðst afsökunar á því að mér hefur ekki enzt dugur til að semja þann fyrirlestur að þessu sinni. En ég vil gleðja ykkur með öðru. Nú beita vissir aðilar öllum ráðum til að einangra þessa þjóð og æsku hennar frá öllum viðskiptum við aðrar þjóðir, þegar frá er talið hernámsliðið á Kefla- víkurflugvelli, og amerísk niðursuðumenning sem svo hefur verið nefnd snjöllu orði. En hiri róttæka æska landsins er ákveðin í því að hlíta ekki þeim ráðum. Stórkostlegasti vitnisburður þeirrar ákvörðunar var hin mikilvæga þátttaka okkar í Berlínarmótinu í sum- ar, sem alltaf er að ala af sér nýjan áhuga og aukinn þrótt. Nú hefur einnig verið stofnuð hér samvinnu- nefnd til viðskipta við alþjóðasamböndin tvö og rót- tæka æsku annarra landa. Árangur af störfum þessr arar nefndar mun bráðlega sjást í lifandi verki. Hann mun meðal annars birtast í öflugra starfi í félögum okkar. Ennþá er ekki tímabært að ræða þessi mál ýtar- lega á opinberum vettvangi. En eitt er óhætt að full- yrða: merkið frá Berlín verður ekki látið niður falla. Allar þær milljónir æskumanna sem féllu fyrir okkur í síðasta stríði verða bættar nokkrum bótum á einn hátt aðeins: með menningarbaráttu. Við hefnum þeirra með friði.----- Æskulýðsfylkingunni, sambandi ungra sósíalista á íslandi, hefur borizt bréf, ættað sunnan frá Spáni. Sendandi er félagsskapur ungra sósíalista í böðulsríki Fankós. Erindi þeirra við okkur er pað að við gerum það sem í okkar valdi stendur til að bjarga lífi Lopez Raimundos og félaga hans. En þeir bíða nú í spænsku fangelsi eftir því að verða kallaðir fyrir fasískan her- rétt, sem vissulega mun dæma þá til dauða, fyrir það að hafa skipulagt verkföllin miklu í Barselónu síðast liðinn vetur. Við erum beðin að koma á framfæri mót- mælum við fulltrúa Frankós á landi okkar, senda Sam- einuðu þjóðunum áskorun um að gera einhverjar björg- unarráðstafanir, skrifa Raimundo og félögum hans sam- hygðarbréf. Æskulýðsfylkingin mun verða við þessari beiðni. Og hér erum við komin að kjarna málsins. Ef einhverjum skyldi vera óljós þýðing þess að vera í heimssamböndum æskunnar, þá er svarið þetta: við erum þar til að láta rödd okkar heyrast. Við erum þar til að láta að okkur kveða í heiminum. Við treystum þessi sambönd til að efla friðinn og réttlætið. Heims- samband stúdenta var stofnað á gröf Jans Opletals. Við minnumst þess hér í kvöld af því við erum sú æska sem ætlar að bjarga Lopez Raimundo og félögum hans. Við erum sú æska sem hýr í sambýli við glæpamenn og morðingja á jörðinni, og við þekkjum aðeins eitt ráð gegn þeim: að standa sameinuð, vinna í einum anda að einu starfi. Við lýsum því yfir að það má aldrei verða stríð framar. Við lýsum því yfir að kúgaðar j)jóðir eiga að fá sjálfstæði, að allir menn eru fæddir jafnir, að all- ir eiga rétt á menntun og hamingju. Við lýsum jiví yfir að við ætlum að standa við skoðanir okkar í verki. Við lýsum því yfir að okkur er sigur vís. Árið 1979. Vorblær í grænu laufi. Hamingja í Tékkóslóvakíu. Friður í Evrópu. Ljós yfir heiminum. 136 LANDNEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.