Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 15
halda í það dauðahaldi, en það snýr sér frá þeim eins
og kostnaðarsöm daðurdrós. Þeir hlaupa á eftir henni,
en hún hverfur á braut með hæðnisglott á vörum.
Flestir þessara vesalinga koma alls ekki til þess að
kaupa, heldur til þess að hirða þá mola, er falla kunna
af borðum hinna. Þeir koma dag eftir dag, gráir í gegn
af kulda, horaðir og illa til reika, en með sama óslökkv-
andi eldinn í augunum — eld vonarinnar. Vonarinnar,
sem auðmýkir.
Við innganginn á torgið stendur mannaumingi, sem
hefur á boðstólum nokkrar skemmdar sítrónur. Hann
þrífur í kjól ríkulega búinnar hefðarfrúr og segir í
bænarrómi: „Kaupið, ó, gerið það fyrir mig, kaupið af
mér. Annars get ég ekki keypt mér brauð og ég er að
þrotum kominn af hungri!“
„Gætið þess að skemma ekki kjólinn minn,“ svarar
konan. „Ég kaupi það, sem mér sýnist.“ Að svo mæltu
lagfærir hún á sér kjólinn og heldur ferðinni áfram
móðguð á svip.
★
Við endann á fisksöluskálunum, rétt þar hjá, sem
smokkfiskarnir voru seldir, stóð maður með tvær stór-
ar brauðkörfur. Hann hafði lagt nokkur brauð á gang-
stéttina til þess að draga að sér athygli kaupendanna,
og var ánægður á svip. Öðru hvoru greip hann tvö
brauð, hljóp út í mannþröngina og hrópaði um leið
og hann veifaði brauðunum yfir höfði sér eins og sig-
urmerki:
„Brauð! Eitt stórt brauð fyrir tvo smáskildinga!
Hver vill------“
„-----kaupa silkibönd!“ greip silkivarningssalinn
fram í ofar í götunni. „Fimmtán álnir af silkiböndum
fyrir gjafverð! Hæ, stúlkur, bindið unnustann við ykk-
ur með marglitum silkiböndum! Sérlaga góð bönd!“
„Brauð er betra! Blessun fátæklinganna! Eitt stórt
brauð fyrir tvo smáskildinga!“
Ut úr mannhafinu milli söluskálanna kom kona
gangandi. Hún lagði leið sína fram hjá brauðsalanum.
Hann veifaði brauðunum og hrópaði: „Hæ, frú Beppa,
gaman að sjá þig! “
Hún gekk til hans. „En hve þú ert kátur í dag, Rafa-
el! Hefurðu unnið í happdrættinu?“
„Já, bráðum.“ Hann benti á brauðkörfurnar og augu
hans ljómuðu.
„Ekki bjóst ég við að hitta þig hérna. Hvernig líður
konunni og börnunum?“
„Þeim líður betur, þegar ég er búinn að selja þetta!“
Hann benti aftur á körfurnar.
Frú Beppa signdi sig, og brauðsalinn fór að dæmi
hennar. Sama hugsun lá á bak við gerðir þeirra beggja,
en auðséð var, að þyngri byrði hvíldi á herðum hans.
Konan var í góðum holdum, en hann var skinhoraður.
Það var samt önnur tilfinning, djúp og sterk eins og
samúð, sem hrærðist í brjósti hennar á þessu augna-
bliki, og hann flýtti sér að koma með skýringu:
„Ég — ég er ekki að selja þetta brauð fyrir bakara,“
sagði hann. „Þetta er mitt eigið brauð — að vissu
leyti.“
„Veðlánastofnunin?“ skaut frú Beppa inn í, for-
vitin.
Hann kinkaði kolli.
„Það gekk ekki sem bezt að komast svo langt, en nú
er maður þó kominn yfir það versta. í dag tekst það!“
Hann hló léttum uppörvandi hlátri.
„Já, ef guð lofar,“ sagði Beppa, en það lá engin al-
vara á bak við orð hennar. Þannig talaði almúgafólk-
ið. Hún tók tvö brauð og rétti honum fjóra skildinga.
„Konur eru brjóstgóðar, það er ekki til betra fólk,“
sagði brauðsalinn glettnislega um leið og hann lét pen-
ingana í svarta krukku.
„Já, næst á eftir karlmönnunum,“ skaut Beppa inn
í, brosandi. „Guð veri með þér,“ flýtti hún sér að bæta
við og gekk síðan burt.
„Guð varðveiti þig!“ svaraði hann, þar sem hann
stóð á miðri götunni með tvö brauð hátt á lofti, svo að
þau sæjust sem bezt. „Brauð, brauð! Blessun fátækl-
inganna! Eitt stórt brauð fyrir tvo smáskildinga!“
Kona brauðsalans kom með matinn til hans í dálítilli
leirkrukku. Hún rétti honum tinskeið, en hann settist á
brúnina á annarri brauðkörfunni með leirkrukkuna
milli knjánna og fór að borða: hrísgrjón og spanskan
pipar, soðið í einu lagi. Konan settist á hækjur fyrir
framan hann.
Hann tók hníf undan rauða mittislindanum, tók eitt
brauðið og leit spyrjandi á konuna. Hún kinkaði kolli.
Hann skar brauðið í tvo jafnstóra hluta og rétti henni
annan helminginn.
„Það er ljúffengt,“ sagði hann. „Ég held, að okkur
hljóti að farnast vel núna.“
„Guð gefi, að svo verði! Það eru erfiðir tímar.“
„Ekki fyrir þá, sem hafa viljann! Við erum komin
yfir það versta.“
„Það er gaman að borða sitt eigið brauð — finnst
þér ekki?“ spurði hún eftir stundarkorn.
„Jú — einkum þegar maður hefur sjálfur bakað það.
Það er eins og brauðið gefi okkur — brauð,“ bætti
hann við hálfhikandi eins og hann efaðist um heim-
spekilegt gildi þessarar setningar.
LANDNEMINN 109