Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 40

Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 40
Viðureignin endaði með jafntefli, en glímumennirnir lágu eftir uppgefnir og afvelta. Ungfrú Balæfal hætti að biðjast fyrir og sagði, Á sunnudaginn kemur, fyrir einn dollara og tuttugu og fimm sent. Ég var dálitla stund að ná andanum. Ungfrú Balæfal, sagði ég, ég syng ekki í þessum kór nema Pandró syngi líka. En röddin í honum, andæfði ungfrú Balæfal, hún er hræðileg. Mér er alveg sama hvernig hún er, sagði ég. Ef ég á að syngja verður hann að syngja líka. Ég er hrædd um hann eyðileggi kórinn, sagði ungfrú Balæfal. Hann verður að fara upp á söngpall með mér á hverjum einasta sunnudegi, eða ég fer ekki fet, sagði ég. Jæja, þíðum nú við, sagði ungfrú Balæfal. Hún hugsaði málið allvandlega. Hvernig væri að hann færi með þér upp á söngpall og stæði þar í kórnum, sagði ungfrú Balæfal, en syngi ekki. Gerum ráð fyrir að hann létist bara syngja? Það er mér alveg sama um, sagði ég, en hann verður að standa þar alltaf. Hvað fæ ég mikið? spúrði Pandró. Nei, nú er mér nóg boðið. Það er áreiðanlega ekki hægt að ætlast til að ég borgi þér líka. Ef ég á að standa þar, verð ég líka að fá kaup, sagði Pandró. Hana þá, sagði ungfrú Balæfal. Einn dollara handa þeim drengnum sem syngur; tuttugu og fimm sent handa þeim sem syngur ekki. Ég hef Ijótustu rödd í heimi, sagði Pandró. Þú verður að vera sanngjarn, sagði ungfrú Balæfal. Þú átt alls ekki að syngja. Þú átt bara að standa þarna hjá hinum drengjunum. Tuttugu og fimm sent er ekki nóg. Við stóðum nú upp af gólfinu og fórum að laga húsgögnin. Jæja þá, sagði ungfrú Balæfal. Einn dollara handa drengnum sem syngur, og þrjátíu og fimm sent handa þeim sem syng- ur ekki. Hafið þér það fimmtíu, sagði Pandró. Jæja þá, sagði ungfrú Balæfal. Einn dollara handa þér. Fimmtíu sent handa J>cr. Eigum við að byrja að vinna á sunnudaginn kemur? sagði Pandró. Já, sagði ungfrú Balæfal. Ég borga ykkur hér heima eftir messu. En þið minnizt ekki á þetta einu orði við hina dreng- ina í kórnum. Við skulum ekki segja neinum frá því, sagði Pandró. Svona atvikaðist það að ég gerðist á ellefta aldurtári Öld- ungakirkjumaður að verulegu leyti — að minnsta kosti á hverj- um sunnudagsmorgni. Þetta var blátt áfram af því svo hafði um samizt, og af því ungfrú Balæfal hafði tekið þá ákvörðun að láta mig syngja fyrir trúna. En eins og ég byrjaði áðan fyrir sex eða sjö mínútum er það eitt hið athyglisverðasta á voru landi hversu auðveldlega við skiptum allir um trúarbrögð — eða að minnsta kosti allir sem ég þekki, án þess vart verði að nokkurn eða nokkuð saki. -Þegar ég var þrettán ára lét ég skírast til hinnar armensku kirkju, enda þótt ég syngi enn fyrir öldungakirkjuna, og þó að ég væri farinn að verða næsta efablandinn um hið almenna trú- málakerfi yfirleitt og væri ákafur í að komast að einhverskonar niðurstöðu sjálfur og ná samkomulagi við almættið af eigin rammleik. Jafnvel eftir að ég var skírður bar ég ! brjósti djúpa óánægju. Tveim mánuðum eftir að ég lét skírast komst ég í mútur, og var þá slitið samningi mínum við ungfrú Balæfal, og var það mér mikið gleðiefni, en sorgarefni fyrir hana. En í armensku kaþólsku kirkjuna við Ventúra-götu kom ég ekki nema á jólum og páskum. Alltaf þar fyrir utan var ég á flökti frá einni trú til annarrar, og spillti það mér á engan hátt. Og nú er trú mín í því fólgin eins og flestra Bandaríkjamanna að aðhyllast öll trúarbrögð, þar á meðal mín eigin, en án kala í nokkurs garð, sé hann viðkunnanlegur maður, liver sem trú hans eða vantrú kann að vera. Þorvaldur Þórarinsson íslenzkaði. Skipulagning vinnuaflsins. Eftir l.ouis Blanc, franskur sósíalisti (1811—1882). Hvað er samkeppni frá sjónarmiði verkamannsins? Það er vinna sett á uppboð. Vinnuveitanda vantar verkamann. Þrír mæta. „Hve mikið fyrir þína vinnu?" „Tvo og hálfan shilling, ég á konu og börn.“ „Jæja; og hve mikið vilt þú?“ ,,Tvo shillinga; ég á ekki börn, en konu.“ „Nú, jæja; og þá þú, hve mikið?“ „Einn shilling og átta pence er nóg fyrir mig; ég er ein- hleypur. „Þá færð þú vinnuna." Þetta er gert. Viðskiptin ákveðin. Og hvað eiga hinir tveir verkamennirnir að gera? Hvað ef þeir skyldu nú byrja að stela? Ekkert að óttast; við höfum lögreglu. En að myrða? Við höfum böðul. Hvað snertir hinn heppna, þá er sigur hans aðeins til I)ráðabirgða. Látuin fjórða manninn mæta, nógu sterkan til að svelta annan hvern dag og verð hans er enn lægra; eitt úrhrakið bætist við, kannski nýliði fyrir tugthúsið. ★ Hvað á að gera? Eftir Eeo Xolstoy. Það er mjög auðvelt að taka barn frá vændiskonu eða betl- ara. Það er mjög auðvelt, þegar maður hefur peninga, að láta þvo því, hreinsa það og færa í góð föt, næra það og jafnvel kenna því ýms vísindi. En fyrir okkur, sem vinnum ekki fyrir okk- ar eigin brauði, er það ekki aðeins erfitt að kenna því að vinna fyrir sínu brauði; það er ómögulegt, þv! að með fordæmi okk- ar og jafnvel með þessum efnislegu umbótum á lifi þess, sem kosta okkur ekkert, kennum við hið gagnstæða. 134 LAN.DNEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.