Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 12

Landneminn - 01.12.1951, Blaðsíða 12
og skilja. Listamaðurinn deyr, en verk hans lifir. Um kvikmyndina gegnir öðru máli. Þar er það ekki lista- maðurinn, heldur miklu fremur listaverkið, sem kafn- ar í fæðingunni, ef það mætir menntunarskorti og skilningsleysi, þar eð jafnvel svo getur farið, að lista- verkið komi aldrei fyrir almenningssjónir. Vegna þess að kvikmyndin er iðnaðarvara, er sköpun hennar allt- of kostnaðarsöm og margbrotin til þess hægt sé að gefa lausan tauminn snillingum, sem gefa dauðann og djöfulinn í tíðarandann. Þetta á ekki aðeins vjð um kapítalíska kvikmyndaframleiðslu, þar sem gróði er aðalmarkmið. Jafnvel þjóðnýtt kvikmyndaframltiðsla hefur ekki efni á að gera myndir handa áhorfendum næstu aldar .. . LEIKSTJÓRAÞÆTTIR LANDNEMANS J. john fJfaston Ekki er vafi á því, að af yngri leik- stjórum Hollywoods er John Huston sá, sem maður bindur hvað mestar vonir við. Nýrrar myndar frá hönd hans bíður maður alltaf með eftirvænt- ingu, því að hann hefur allmjög farið eigin götur og stundum sýnt allmikla róttækni. Hann er uppvaxinn við leikhús og ieiklist sem sonur hins nýlátna, hug- tæka leikara Walters Hustons. I æsku flæktist hann víða um með föður sín- um á léikferðum hans. Fljótt varð hann leiður á skólagöngu, sem hann hætti, og ætlaði að gerast hnefaleikamaður, en undi eigi heldur hringnum, sem færði honum lítið annað en viðurnefn- ið „Double-ugly“ og brotið nef. Réðist hann þá í mexíkanska herinn, var þar í tvö ár og steig lil liðs- foringja. Leiður á hermannslífinu ákvað hann að gerast rithöfundur — nýr Hemingway! í þess stað hafnaði hann sem kvikmyndaleikritahöfundur hjá Metro. Lærifaðir hans varð hinn ágæti leikstjóri Will- iam Wyler („Beztu árin“), sem gaf honum mottóið: „leikstjórinn er einskis megnugur án góðs leikrits.“ — Hann var einnig með í kvikmyndum hjá hinum þekktu leikstjórum Anatole Litvak („The Snake Pit“) og William Dierterle („Zola,“ ,,Pasteur“). Árið 1942 gerði hann fyrstu mynd sína, „The Malt- ese I*alcon“ (Fálkinn frá Möltu). Vakti hann þar strax athygli á sér, þótt myndin þætti hera mikinn keim af Litvak. Þegar sama ár komu frá honum tvær aðrar myndir, þótt hvorug þætti jafnast á við hina fyrstu. En í annari þeirra, „In This Our Life“ með Bette Da- vis, kom hann inná negravandamálið, sem í þann tíð var þó dauðasynd að nefna í HollyJ- wood. — Nokkrar fleiri myndir gerði hann á stríðsárunum. Fyrsta Hollywood-mynd hans eftir stríð var svo „The Treasure of The Sierra Madri,“ eftir samnefndri skáld- sögu B. Travens, þar sem Humphrey Bogart lék aðalhlutverkið og faðir hans, Walter Huston, aukahlutverk, báðir af mikilli prýði. Þarna kemur fram djarft sjónarmið til mannanna í viðskiptum þeirra við peningana. Sum- ir hafa kallað þetta svartsýnustu mynd, sem komið hefur frá Holly- wood. Myndin sýnir, hvernig peningadjöfullinn hel- tekur menn og getur gert þá að villidýrum. Hún færði þeim feðgum Oscar-verðlaunin fyrir beztu leikstjórn (John) og bezta leik í aukahlutverki (Walter). (Sjá mynd hér fyrir framan). Árið 1949 sendi hann frá sér „We Were Strangers“ með hinn ágæta mexíkanska leikara Pedro Armenda- riz, John Garfield og Jennifer Jones (Sjá mvnd). Hún byggist á sannsögulegum atburðum, bvltingartilraun á Kúbu árið 1933. Sumir hafa nefnt þelta fyrstu hrein-amerísku mynd, er komið hefur frá Hollywood og kvikmyndafræðingar benda á áhrif frá hinum rússnesku byltingarmyndum Eisensteins og Pudovkins og mexíkanska snillingnum Emilio Fernandez. I lýs- ingu sinni á latneskum hugsunarhætti notfærir hann sér reynslu sína frá Mexíkódvölinni og þálitöku í inn- rásinni á Ítalíu. Ágætir leikstjórahæfileikar hans koma líka í ljós í því, hve góðan leik hann töfrar fram hjá miðlungsleikkonu sem Jennifer Jones og hinni 106 LANDNEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.