Landneminn - 01.12.1951, Side 12
og skilja. Listamaðurinn deyr, en verk hans lifir. Um
kvikmyndina gegnir öðru máli. Þar er það ekki lista-
maðurinn, heldur miklu fremur listaverkið, sem kafn-
ar í fæðingunni, ef það mætir menntunarskorti og
skilningsleysi, þar eð jafnvel svo getur farið, að lista-
verkið komi aldrei fyrir almenningssjónir. Vegna þess
að kvikmyndin er iðnaðarvara, er sköpun hennar allt-
of kostnaðarsöm og margbrotin til þess hægt sé að
gefa lausan tauminn snillingum, sem gefa dauðann og
djöfulinn í tíðarandann. Þetta á ekki aðeins vjð um
kapítalíska kvikmyndaframleiðslu, þar sem gróði er
aðalmarkmið. Jafnvel þjóðnýtt kvikmyndaframltiðsla
hefur ekki efni á að gera myndir handa áhorfendum
næstu aldar .. .
LEIKSTJÓRAÞÆTTIR LANDNEMANS J.
john fJfaston
Ekki er vafi á því, að af yngri leik-
stjórum Hollywoods er John Huston
sá, sem maður bindur hvað mestar
vonir við. Nýrrar myndar frá hönd
hans bíður maður alltaf með eftirvænt-
ingu, því að hann hefur allmjög farið
eigin götur og stundum sýnt allmikla
róttækni.
Hann er uppvaxinn við leikhús og
ieiklist sem sonur hins nýlátna, hug-
tæka leikara Walters Hustons. I æsku
flæktist hann víða um með föður sín-
um á léikferðum hans. Fljótt varð hann
leiður á skólagöngu, sem hann hætti, og
ætlaði að gerast hnefaleikamaður, en undi eigi heldur
hringnum, sem færði honum lítið annað en viðurnefn-
ið „Double-ugly“ og brotið nef. Réðist hann þá í
mexíkanska herinn, var þar í tvö ár og steig lil liðs-
foringja. Leiður á hermannslífinu ákvað hann að
gerast rithöfundur — nýr Hemingway! í þess stað
hafnaði hann sem kvikmyndaleikritahöfundur hjá
Metro. Lærifaðir hans varð hinn ágæti leikstjóri Will-
iam Wyler („Beztu árin“), sem gaf honum mottóið:
„leikstjórinn er einskis megnugur án góðs leikrits.“
— Hann var einnig með í kvikmyndum hjá hinum
þekktu leikstjórum Anatole Litvak („The Snake Pit“)
og William Dierterle („Zola,“ ,,Pasteur“).
Árið 1942 gerði hann fyrstu mynd sína, „The Malt-
ese I*alcon“ (Fálkinn frá Möltu). Vakti hann þar strax
athygli á sér, þótt myndin þætti hera mikinn keim af
Litvak. Þegar sama ár komu frá honum tvær aðrar
myndir, þótt hvorug þætti jafnast á við hina fyrstu.
En í annari þeirra, „In This Our Life“ með Bette Da-
vis, kom hann inná negravandamálið, sem í þann tíð
var þó dauðasynd að nefna í HollyJ-
wood. — Nokkrar fleiri myndir gerði
hann á stríðsárunum.
Fyrsta Hollywood-mynd hans eftir
stríð var svo „The Treasure of The
Sierra Madri,“ eftir samnefndri skáld-
sögu B. Travens, þar sem Humphrey
Bogart lék aðalhlutverkið og faðir
hans, Walter Huston, aukahlutverk,
báðir af mikilli prýði. Þarna kemur
fram djarft sjónarmið til mannanna í
viðskiptum þeirra við peningana. Sum-
ir hafa kallað þetta svartsýnustu
mynd, sem komið hefur frá Holly-
wood. Myndin sýnir, hvernig peningadjöfullinn hel-
tekur menn og getur gert þá að villidýrum. Hún færði
þeim feðgum Oscar-verðlaunin fyrir beztu leikstjórn
(John) og bezta leik í aukahlutverki (Walter). (Sjá
mynd hér fyrir framan).
Árið 1949 sendi hann frá sér „We Were Strangers“
með hinn ágæta mexíkanska leikara Pedro Armenda-
riz, John Garfield og Jennifer Jones (Sjá mvnd). Hún
byggist á sannsögulegum atburðum, bvltingartilraun
á Kúbu árið 1933. Sumir hafa nefnt þelta fyrstu
hrein-amerísku mynd, er komið hefur frá Hollywood
og kvikmyndafræðingar benda á áhrif frá hinum
rússnesku byltingarmyndum Eisensteins og Pudovkins
og mexíkanska snillingnum Emilio Fernandez. I lýs-
ingu sinni á latneskum hugsunarhætti notfærir hann
sér reynslu sína frá Mexíkódvölinni og þálitöku í inn-
rásinni á Ítalíu. Ágætir leikstjórahæfileikar hans
koma líka í ljós í því, hve góðan leik hann töfrar fram
hjá miðlungsleikkonu sem Jennifer Jones og hinni
106 LANDNEMINN