Unga Ísland - 01.11.1955, Side 5
vapsorif
á fjálfrar altiar afmæli
Það er liðin hálf öld síðan Unga ísland
hóf göngu sína. Það veltur á ýmsu, hvort
manni finnst hálf öld langur tími eða
skammur. Ungir lesendur munu telja það
langan tíma og álíta það fólk, sem svo
lengi hefur lifað, karla og kerlingar, enda
þótt því hinu sama fólki, finnist það með
réttu vera á léttasta skeiði. Og svo er um
Unga ísland sjálft. Það er enn, að hálfri
öld liðinni, Unga ísland og hyggst vera
ungt áfram og fylgja æsku landsins, hversu
sem aldir kunna yfir það að renna.
I heiminum hefur á mörgu gengið á þess-
ari hálfu öld, og ekki hefur það allt verið
af hinu góða, nema síður sé. Með frámuna-
legu sundurlyndi og oft með hreinum
barnaskap, sem jafnvel ykkur börn-
um má blöskra, hefur fullorðna fólkið
oft fært yfir heiminn ótrúlegar hörmungar,
sem erfitt hefur reynzt að bæta fyrir. Til
dæmis, hefur það háð tvær styrjaldir, sem
voru svo víðtækar, að þeim var gefið nafnið,
heimsstyrjaldir og það með réttu. Þá var
smíðað hvert morðvopnið öðru stórkost-
legra, en auðvitað fleygði jafnframt ýmsri
tækni fram um leið. Sannast þar máltækið:
„Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði
nokkuð gott.“ Seint á þessari hálfu öld, er
tækni manna enda svo langt komið, að
þeim tekst að leysa orku atómsins úr læð-
ingi og hefst með því sú atómöld, sem enn
er óráðið, hvort verður mannkyni til bless-
unar eða tortímingar. Atómorkan getur,
ef rétt er á haldið, veitt mannkyninu Ijós
og yl og ótæmandi orku, en hún getur líka,
ef heimskulega er á haldið, eytt öllum
mannheimi. Því skal heldur ekki neitað, að
á þessari hálfu öld hefur líka miðað langt
í aukinni mannúð, réttlæti og skilningi
þjóða á milli. Rauði Krossinn, mannúðar-
stofnun sú, er nær um allan heim, (en ís-
landsdeild þeirrar stofnunar á Unga fsland),
hefur með síauknu starfi, linað margvís-
legar þjáningar milljóna manna um víðan
heim. Og nú gefa þau frjálsu samtök þjóð-
anna, sem urðu til seint á þessari hálfu öld,
Sameinaðar þjóðir, góðar vonir um, að
framtíðin verði fortíðinni b_|artari í mann-
heimum.
Hér, með okkar litlu þjóð, hafa einnig
svo margir og merkir hlutir gerzt á þessari
hálfu öld, að ætla mætti að margar aldir
hefðu liðið, enda ævintýri líkast. Þá rættust
helgustu draumar þjóðarinnar um frelsi og
sjálfræði og óskir hennar voru uppfylltar,
er hún stofnaði aftur íslenzkt lýðveldi á
hinum fornhelgu Þingvöllum árið 1944.
Það á ekki sinn líka með öðrum þjóðum,
hversu allri tækni, atvinnuháttum, félags-
málum og hagsæld hefur fleygt ört fram
á þessari hálfu öld. Það er eins og einhver
tæknileg töfradís hafi snortið land og þjóð
sínum undrasprota og verið óspör á hinar
tæknilegu gjafir. Hætt er reyndar við, að
það velti á okkur sjálfum að skapa úr þessu
hamingju í óráðinni framtíð, því þessi gæði
ein tryggja ekki hamingju, svo ágæt sem
þau kunna að vera.
Hér skal aðeins viðað að smávegis sam-
anburði á því, sem var hér á landi, er Unga
ísland varð til og hinu, sem nú er, og engum
lesanda láð, þó að honum kunni þá að finn-
ast, sem blaðið hafi verið stofnað aftur í
svörtustu forneskju.
Hugsið ykkur landið vegalaust að mestu
og fallvötnin óbrúuð. Hugsið ykkur langar
lestir af baggahestum eða klunnalegum
hestvögnum brjótast áfram um vegleysurn-
ar. Hugsið ykkur, að hvergi sæist bifreið,
hvergi „skellinaðra" og tæpast nokkurt
reiðhjól, nema undrum sætti. Þannig var
hér þá.
Hugsið ykkur að hvergi sæist dráttar-
vél né aðrar búvélar, en aðeins hross til
dráttar og hrífa, orf og Ijár til heyskapar-
þarfa. Svpna var í sveitum landsins þá.
Hugsið ykkur, að enginn sæist togarinn,
enginn „Fossanna", ekkert „Fellanna",
hvorki „Herðubreið" né „Skjaldbreið",
UNGA ÍSLAND
3