Unga Ísland - 01.11.1955, Side 10

Unga Ísland - 01.11.1955, Side 10
U,«' myrkviíf inurn. Þessi saga segir frá því, hvernig Afríku- drengurinn NANZA bjargaði lífi SAMBA, leikfélaga síns, og fann þeim báðum ný heimkynni hjá „Grand Docteur“ (hinum mikla lækni). NANZA hallaði sér upp að mangó-trénu og horfði álengdar á leik hinna negra- drengjanna á fljótsbakkanum. Eftir skamma stund gekk hann á brott og stefndi í áttina til frumskógarins. Einhvern tíma myndu drengirnir hafa hrópað til hans og beðið hann um að taka þátt í leiknum. „Nanza er í okkar liði,“ myndi einhver þá hafa sagt. „Nei, við völdum hann fyrst og hann er í okkar liði,“ myndi þá annar hafa gollið við. En nú var öldin önnur. Þó hann gerði ekki nema að standa álengdar, var það nú venja þeirra, að hreyta í hann illyrðum. „Hypjaðu þig burt, Nanza, eða ætlarðu að kalla illa anda yfir okkur líka?“ var nú venjulegasta ávarpið. Og þá 'var ekki annað að gera, en að haltra í burtu. Nanza stakk við á öðrum fæti, enda voru á þeim fætinum opin kaun, sem vætlaði úr og vildu ekki gróa. Galdra- læknir kynþáttarins sagði, að illur andi hefði valdið þeim. Hann hafði fengið Nanza töfrapoka til að bera í bandi á brjósti sér. í þeim poka voru mulin krókudílabein og hlébarðaklær, sem blandað hafði verið sam- an við ögn af rauðri mold. En ekki hafði þetta enn komið að neinu haldi. Lítil negrastúlka, sem varð á vegi Nanza, hljóp skelfd og hágrátandi heim í kofann sinn. Hópur smástráka, sem létust vera að berja stríðsbumbu og dönsuðu villimanna- dans, hættu leiknum, er hann nálgaðist og tóku að kasta að honum spýtnasprekum. Fyrst í stað hafði Nanza tekið sér svona aðfarir nærri, en nú var hann orðinn þeim svo vanur, að hann veitti þeim naumast at- hygli. Hann gekk einmana sína leið og blýstraði lítinn lagstúf, fyrst hátt og hvellt og síðan lágt og angurvært, eins og fuglar syngja stundum. Tilhugsunin um leikfélagann, sem biði hans í frumskógarjaðrinum, kom honum til þess að hraða göngu sinni. Hann staldraði aðeins við á akurreitnum, til þess að safna saman nokkrum kálblöðum, sem konurnar höfðu kastað til hliðar, er þær höfðu tekið upp rófurnar. Blöðin setti hann á hvirfil sér og bar þau þannig til Samba, vinar síns. Samba þýðir pálmi á móðurmáli Nanza. Enda hafði hann fyrst komið auga á litla antilópukiðlinginn undir pálmatré og þessi kiðlingur var nú eini vinurinn, sem hann átti í allri veröldinni. Hann hafði gefið hon- um nafnið Samba. 8 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.